Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Side 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Side 12
12 harðsvíraðri eða Qær guðsríki en hann virtist vera þeg- ar hann sagði við mig: «haílð þér nokkurn tíma séð guð?», og þó gat guðs náð snúið honum. Verði því einhver slíkur guðleysingi á vegi fyrir yður, þá sneiðið ekki hjá honum með afskiptaleysi, heldur gætið þess, að «sá, sem snýr syndaranum frá villu hans vegar, frelsar sálu frá dauðanum og hylur fjölda synda». Og því eldri sem syndarinn er, því meir þarfnast liann hjálparinnar. Og þér, sem eruð orðnir gráhærðir i syndanna þjónustu án trúar og betrunar, þér líkizt skraddaranum; en hann leitaði guðs í ellinni og hon- um var miskunað. «Leitið drottins meðan hann er að flnna; ákallið hann meðan hann er yður nálægur». Leitið hans í hans orði, leitið hans í hinum helgu náðarmeðölum, leitið hans í Jesú nafni og grípið þá líknarhönd, sem hann réttir að yður. Guð gefi yður náð til þess í Jesú nafni. VETRARSAGA. Það, sem hér verður sagt frá, skeði í borginni Antwerpen í Janúarmánuði 1841. Hin fögru stræli borgarinnar voru auð; þvíað kuldi var mikill. í þröngu og myrku stræti einhverstaðar í borginni, var fátæklegt herbergi, og þar var eins kalt og úti. í þessum eymd- arlega bústað sat ung kona, lítilfjörlega klædd, við rúm- stokkinn hjá veiku barni, og leit helzt út fyrir að barnið mundi innan skamms verða lagt í þá sæng, er ekki lætur menn framar finna til kulda eða hungurs. Ná-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.