Baldur - 08.09.1869, Síða 4
64
þá er nokkurt líf í stjórnlegum efnum tók fyrst að hreifa
sjer hjerí löndum konungs vors. |>etta byrjaði með stofnun
umdæmaþinganna í Danmörku 1831. Jafnskjótt og um-
ræðan hófst um þetta mál, tóku og íslendingar að ranka
við sér og báru þá þegar í upphaíi, er farið var að ræða
um þetta mál, þá bæn fram fyrir konnnginn, að fulltrúa-
þing, sem þeir vildi kalla alþing, yrði stofnað á ný, með
sömn rjettindum fyrir ísland eða í íslandsmálum, sem um-
dæmaþingin fyrir Danmörku í Danmerkur málum. þessaupp-
ástungu báru þeir upp, sem fyrir íslands hönd voru nefnd-
ir til að taka þátt í umræðunum um fyrirkomulag standa-
þinganna, og allir Islendingar tóku undir hina sömu ósk.
Enda margir Danir studdu hið sama, þvi þeir fundu nauð-
syn þess og sanngirni; og það er einn maður meðal Dana,
sem nú nýlega hefir komið fram nokkuð óvinhollur oss til
handa, að hann hefir hælt sér af því, að hann hafi þá kom-
ið fram með ritgjörð um þetta efni og mælt þar fram með
rjettindum vorum í þessu máli. En þessi ósk vor og bæn
varð ekki uppfyllt þá um sinn. jþað var fyrst Kristján kon-
ungur hinn 8., er veitti þessari bæn vorri áheyrn. Hann
varþað, svo sem kunnugt er, sem setti alþing á stofn, og
veitti því jafnt ráðgefanda atkvæði í íslenzkum málum,
eius og standaþingin í Danmörku höfðu í dönskum málum.
þess hefir verið getið svo sem í mót vorum málstað, að
Danir hafi haft umdæmaþing sín í tvennu lagi, svo að Ey-
danir voru sjer um þing og Jótar aptur fyrir sig, en þetta
var byggt á sjerstaklegum stjórnlegum kringumstæðum og
sannar ekkert á móti oss. Orsökin til þess lá í samband-
inu við hertogadæmin Sljesvík og Holstein. Stjórnin porði
eigi að sameina þing Eydana og Jóta sakir þess, að hún
óttaðist að mundu þá verða að sameina þingin fyrir Sljes-
vík og Holstein. Með því að gefa oss íslendingum alþing,
vildi því Kristján konnngur hinn VIII, (sem sagt) veita oss
jafnrjetti við aðra samþegna vora í Danaveldi bæði í al-
mennum og sjerstaklegum málum vornm. í hinum sjer-
staklegu málum vorum fengum vjer með alþingistilskipun-
inni 8. marz 1843 hið sama atkvceði eins og þingin íDan-
mörku og hertogadæmunum höfðu í þeirra málum. í hin-
um almennu löggjafarmálum fengum vjer það eptir kon-
ungsúrskurði 10. nóvember 1843, að alþingi voru skyldi
gefast kostur á, að sjá öll almenn lagaboð og segja at-
kvæði sitt á sama hátt um þau, ef þau fyndist að getanáð
til Islands, hvort heldur óbreytt eða með breytingum. Ekk-
ert almennt lagaboð hefir verið álitið hér gilt að lögum
nema það væri samþykkt af alþingi og auglýst á íslenzku.
Hin eina undantekning, er menn gæti færttil, er samningar
við önnur lönd, en þeir samningar hafa aldrei nokkru sinni
verið lagðir fyrir umdæmaþingin, hvorki í Danmörku nje
hertogadæmunum. |>eir eru ekki, það jeg veit, lagðir fyrir
ríkisþingið enn í dag, að minnsta kosti ekki nema í ein-
staka tilfelli. Að þessu leyti kemur þá hjer engin undan-
tekning fram við oss íslendinga. Hjer er veitt fullkomið
jafnrjetti á við samþegna vora að þessu leyti. það gekk
að vísu ekki ætíð ummælalaust af eða án baráttu frá
hálfu vorri íslendinga, að njóta þessa jafnrjettis; því
það er kunnugt, að strax á fyrsta alþingi árið 1845 átti
að draga undan atkvæði alþingis öll sakamál, svo að öll
dönsk sakamáialög skyldi vera gild einnig fyrir ísland, en
alþingi mótmælti þessu og stjórnarráðið tók þessi mótmæli
til greina. það var líka annað einkennilegt, að það þurfti
beina skipun frá konungi til kanselíisins til heimildar fyrir
því, að breytingaratkvæði alþingis skyldi verða tekin til
greina svo sem mögulegt væri, og sömuleiðis um það, að
ekki yrði nauðgað upp á oss lögum þeim, sem alþingi mælti
í móti. I öllu þessu lýsir sjer krafan um landsrjettindi og
jafnrjetti af hálfu vorri íslendinga við Dani og enda viður-
kenning þess, að minsta kosti, af hálfu konungs vors. Hið
sama er að segja, þegar ræða er um reikningaviðskiptin
milli Islands og Danmerkur um þetta tímabil. Fyrir árið
1831, áður en farið var að prenta og auglýsa reikninga
ríkisins og áætlanir, þá byrjaði rentukammerið, sem þá hafði
fjárstjórn Islands á hendi, að stíla reikninga og reiknings-
kröfur á hendur íslandi sjerstaklega og fjekk konung til
að úrskurða, að Island skyldi laga reikningshalla sinn, það
er að segja fylla það skarð í fjárhagslegu tilliti, sem vantaði
á að landið bæri sjálft kostnað sinn. jþá þótti rentukamm-
erinu enginn ómögulegleiki vera á því, að búa til reikn-
inga Islands um hvað langan tíma, sem vera skyldi; þá
hafði það reikning við ísland á hverjum fingri; þetta er
lika öldungis rjett; það er hægðarleikur. Ekki þarf annað,
en að taka fram jarðabókarsjóðsreikningana og ríkisreikn-
inga Danmerkur frá fornu og nýju, og þeir eru allir til
um langan tíma, það þekki jeg mjög vel; þeir eru til um
svo langan tíma, sem þörf er á, að rannsaka þá í þessu
máli. þegar maður hefirþessa tvenna reikninga fyrir sjer,
og veit þar að auki, hver mál sje á kostnaði Islands að
lögum, þá er hægt, að gjöra upp reikningana milli íslands
og Danmerkur, svo langt aptur í aldir, sem maður vill, og
þörf er á. það verður maður lika að játa, að rentukam-
merið var að nálgast því að játa jafnrjetti vort einnig
í þessari grein, og að gjöra fjárhagsreikninga Islands ljós-
ari og hreinni, allt byggt á þeirri skoðun, að Island væri
þar málspartur til móts við konungsríkið, ætti sínar eignir
sjer og hefði átt, og ætti rjett á að heimta skil fyrir þess-
um eignum og öðrum tekjum landsins. Nú varð, eins og
kunnugt er, breyting á öllum þessum stjórnarmálum i Dan-
mörku 1848. Friðrik konungur Iiinn 7. vildi, að allirþegn-
arsínir fengi stjórnarlegt frelsi og þjóðlega stjórnarskipun;
en hann vildi án alls efa jafnframt, að þeir fengi allir að
njóta jafnrjettis; þetta var tilfmning hans, og hlaut að vera,
en hann hlaut Iíka að álíta þetta skyldu sína, og gat ekki
annað; hann gat ekki viljað draga rjettinn af neinum þegna
sinna og átti ekki heldur með það, þvi hann var skyldug-
ur þegnum sínum öilum jafnt um rjettlæti, hann var í á-
byrgð við guð sjálfan, eins og segir í konungalögunum.
þegar nú þessi stjórnarbreyting kom fram í Danmörku, þá
kom ogjafnskjótt fram jafnrjettiskrafan af hendi íslendinga.
Um sumarið 1848 voru konungi sendar bænarskrár bæði
frá embættismönnum lijer í lleykjavík og frá mörgum öðr-
um mönnum af öllum stjettum, sem áttu fund með sjer á
þingvöllum. — Eg held þar hafi ekki verið nein Fjelagsrit T
við höndina um þær mundir! — í báðum þessum bænar-