Baldur - 08.09.1869, Side 5
65
skrám var farið fram á jafnrjetti vort við samþegna vora í
Danmörku til frelsis og sjálfsforræðis. |>ar er tekið fram,
að vjer beiðumst, að fá sama forræðisrjett í vorum málum,
eins og Danir fengi í sínum málum. J>að er nefnilega
ekki svo að skilja, að nokkrum ísiendingi dytti í hug, hvorki
þá nje síðan, að skerða rjett Dana í nokkru hinu minnsta.
jþessum hinum fyrnefndu bænarskrám svaraði konungur í
brjefi sínu 23. sept. 1848, sem alkunnugt er, og þegar
menn hafa hugfast það samband, sem er milli bænarskránna
og hins konunglega svars, þá getur engum blandazt hug-
ur um, að sú hafl verið meining hins hásæla konungs, að
allir þegnar hans skyldi hafa jafnt frelsi og njóta sömu
rjettinda hvorir í sínum málum. En um sama leyti sem
þessum bænarskrám var þannig svarað af konunginum, var
verið að semja frumvarp til stjórnarskrár handa Danmörku,
sem komstámeð grundvallarlögunum 5. júní 1849. þess-
ir menn, sem störfuðu að frumvarpinu til hinna dönsku
grundvallarlaga, voru án efa þeirrar meiningar, að áríðandi
væri, að halda pörtum ríkisins saman sem allra mest, og
þess vegna var hugsunin sú, að reyna að koma oss Is-
lendingum á þing saman við Eydani og Jóta. þar með
var og ætlað sæti Slesvíkingum og Færeyingum. J>að er
nú efalaust, að þessir menn, sem stungu upp á samsteypu
þessari, hafa ekki œtlað, að gjöra oss þar með neipn ó-
rjett; það er líklegt, að þeim hafi fuudizt sem oss mundi
hljóta að þykja það mikið gott, að vera ekki svo sem ut-
anveltu besefar ríkisins, heldur vera innlimaðir í það. f>að
er nú og víst og satt, að þetta sýnist í fyrsta útliti álitlegt.
|>að er gott að vera í góðu fjelagi, þar sem allar ástæður
mæla með og sýna ljóslega nytsemd þess, en það getur
líka staðið svo á, að hollara sje, að vera út af fyrir sig,
en að eiga fjelag við aðra. J>að getur verið eins affara-
sælt stundum að búa sjer með frjálsræði, þótt fátækur sje,
en að eiga hlut með hinum ríkari. Svo ætla eg einnig
vera í þessu efni, að oss geti verið eins affarasælt, að eiga
bú sjálfir, þó lítið sje, en að hafa fjelagsbú með Dönum, sem
eru bæði í fjarska við oss, óiíkir að háttum, máli og þjóðerni
og ókunnugir, bvernig hérhagar. Þegar frumvarp til hinn-
ar dönsku stjórnarskrár var nú búið til, og stefnt var til
ríkisfundar í því skyni, að semja um lögtekning þessa frum-
varps, þá voru fimm íslendingar kvaddir af konungi til þessa
ríkisfundar fyrir hönd íslands, og meðal þeirra varjegeinn;
jeg held að mjer sje því nokknrn veginn kunnugt hvort á-
lit okkar var á málinu. f>að sýndist liggja næst fyrir okk-
ur, að koma til þess, að mótmæla, að nokkuð yrði þar
samþykkt, sem skert gæti frjálst jafnrjettisatkvæði vort ís-
lendinga, því þá var enn ekki orðið kunnugt konungsbrjefið
23. sept. 1848; en þegarvið vissum af konungsbrjefi þessu,
þá þótti okkur þó geta orðið gagn að því að mæta, í þeim
tilgangi fyrst og fremst, að geta fengið tækifæri til, að á-
skilja, að hjeldist vor löglegur rjettur óskertur, sá rjettur,
sem oss var heimilaður í konungsúrskurðinum, að vjer
skvldum hafa frjálst atkvæði í vorum málum. Með þessu
fannst oss, að vjer ekki einungis styrktum rjett sjálfra vor
heldur og einnig að vjer fengjum um leið tækifæri til, að
styðja með atkvæði voru það, sem gæti orðið til, að efla
þjóðfrelsi samþegna vorra í Danmörku, og það er ekki ó-
líklegt, að þetta gæti ásíðan orðið rnálum vorum á einhvern
hátt til styrkingar. En þar til kom enn fremur, að oss
virtist, það geta orðið Dönum og öllu ríkinu jafnvel frem-
ur til skaða, ef vjer kæmum fram með mótmæli sterkari,
en öldungis [óumflýjanlegt væri. f>á var, eins og kunnugt
er, uppreisnin í hertogadæmunum nýlega byrjuð, og ef vjer
hefðum þá hafið sterk mótmæli, þá gat verið, að það hefði
vakiðtöluverða eptirtekt, og enda orðið málstað Dana til nokk-
urs hnekkis; en vér á hinn bóginn vildum af fremsta megni
styrkja Dani í því að ná frelsi sínu, sem vjer vonuðum þá,
að einnig væri vort frelsi. Einn af oss var kosinn í þá
nefnd, sem skyldi rannsaka frumvarpið til grundvallarlag-
anna, og eptir samkomulagi vor á meðal var það fyrir hans
uppástungu borið upp á þinginu af hendi allrar nefndar-
innar, að ekkert skyldi útgjöra um rjettindi Islendinga fyr
en málið væri borið upp á frjálsu þingi í landinu sjálfu;
því þótt svo væri að orði kveðið, að lslendingar skyldu verða
«heyrðir um þetta mál, þá gat enginn skilið það loforð
öðruvísi en svo, ef það skyldi trúlega efnt verða, en að
stjórnarmál íslands skyldu verða útkljáð eptir frjálsum samn-
ingi milli konungs og þegna hans á íslandi, svo að þing
vort hefði sama samningsatkvæði af vorri hendi, eins og
ríkisfundurinn af Dana hendi. Nefndin stakk líka upp á
að áskilja Sljesvíkurraönnum frjálst atkvæði um hluttöku
Sljesvíkurí grundvallarlögunum. En þegar til þingsins kom,
og til atkvæða skyldi ganga, þá var það tekið fram, að
rjettindi íslands hefði næga trygging í konungsbrjefinu 23.
sept. 1848, svo að ekki þyrfti meira með, og að ekki þyrfti
heldur neina sjerstaklega yfirlýsing Sljesvíkur vegna, því
þeirra rjettindum væri við engu hætt. Af þessum ástæð-
um felldi ríkisfundurinn báðar þessar rjettargeymslur eða
rjettarforskot bæði fyrir ísland og Sljesvík. En þegar nú
kom til kasta stjórnarinnar og grundvallarlögin voru sam-
þykkt, þá var Sljesvík einni geymdur rjettur í sjerstakri
konunglegri auglýsing, en um íslands rjett var engin aug-
lýsing gefin út. Jeg þykist vera sannfærður um, að stjórn-
in hefir þar með í engan máta viljað niðra rjetti vorum
íslendinga, heldur mun það hafa komið til af því, að hún
hefir með þessu án efa viijað gefa til kynna, að hún áliti
konungsbrjefið 23. sept. 1849 vera trygging rjetti vorum.
Nú var stofnað til þjóðfundar á íslandi, og datt þá víst
engum íslendingi annað í hug, og gat ekki heldur hugs-
að annað, eptir því sem á undan var farið, en að þetta
þing væri hið sama með tilliti til íslands, eins og ríkis-
fundurinn hefði verið með tiiliti til Danmerkur. Að vænta
þess var ekki annað, en að vænta sanngirnis og rjettlætis;
en það er engin sanngirni, að þegnar í einum hluta lands
séu lagðir undir yfirráð þegnanna i öðrum hluta lands, þar
sem þeir eiga engan fulltrúa, eða að þjóðþing Islendinga
standi undir atkvæði ríkisþings Dana. f>á er konungur boð-
aði til þjóðfundarins, tók hann fyrst svo til, eins og
áður er sagt, að þetta þing skyldi verða »heyrt«, eða eins
og lögfræðingarnir hafa útlagt þetta orð, að þingið skyldi
vera ráðgefandi þing í þeim skilningi, að konungur eða
stjórnin væri i engu bundið við tillögur þingsins, þegar það