Baldur - 08.09.1869, Síða 7

Baldur - 08.09.1869, Síða 7
67 ust hafa himin höndum tekið, að geta frelsað sálu sína með svo hægu móti og völdu þennan himneska la Tourette með fjarskalegum atkvæðafjölda og samþykkti þingið kosn- ingu hans. Af þessum kosningum er það nú komið fram sem ráða var, að keisarinn hefir neyðzt til að láta undan vilja þjóðarinnar og rýmka nokkuð um frelsi hennar. 2. dag f. m. var saman kallað öldungaráðið, og lagði keisarinn fyrir það frumvarp til ýmsra rjettarbóta, er það skyldi segja álit sitt um, og var þessi rjettarbót, er hún kom aptur frá ráðinu, svo hljóðandi: 1. gr. Frumvörp til laga verða að eins borin fram af keisaranum og löggjafarþinginu. — 2. gr. Ráðgjafarnir eru engum háðir nema keisaranum einum. |>eir ráðgast um allsherjarmál í ríkisráðinu, og hefir keisarinn þar forsæti; ábyrgð hafa þeir á gjörðum sínum, en öldungaráðið eitt (en eigi þingið) getur ákært þá». — 3. gr. Ráðgjafarnir mega eiga setu í öldungaráðinu og á löggjafarþinginu ; hafa þeir frjálsan aðgang á báðar þessar samkomur og mega taka til máls, þegar þeir vilja. — 4. gr. Öldungaráðið ræðir á sam- komum sínum í heyranda hljóði, þó má vísa áheyrendum burt, ef 5 ráðherrar óska. — 5. gr. þegar ráðið hefir látið í Ijósi álit sitt á einhverju frumvarpi, getur það ályktað, að frumvarpið sknli leggjast fyrir löggjafarþingið á ný. Hver- vetna getur það bannað, að birta lög, með ákvörðunum á rökum byggðum. — 6. gr. Löggjafarþingið er sjálfrátt um, í hvaða röð það tekur málin fyrir. I byrjun hvers þings velur það sjálft forseta sinn, varaforseta, skrifara og rit- nefnd. — 7. gr. Sjerhver þingmaður og ráðherra á rjett á að beina fyrirspurnum að stjórninni og bæði þingið og ráðið mega sjálf ákveða dagskrár sínar. — 8. gr. Ekkert breyt- ingaratkvæði við lagafrumvarp getur komið til umræðu, nema það hafi fyrst verið lagt fyrir nefndina í því máli og sýnt stjórninni; geti stjórnin eigi fallizt á breytinguna, læt- ur ríkisráðið sitt álit í Ijósi, en síðan ræður þingið málinu til lykta. — 9. gr. Fjárhagsáætlunin er lögð fyrir þingið í köflum og greinum, og til atkvæða skal ganga um áætlun sjerhvers ráðherra i köflum eptir skrá þeirri, sem hjer er við tengd. — 10. gr. |>ær breytigar, sem verða kynnu á póstmálum og tollmálum sakir samninga við aðrar þjóðir, " hafa því að eins gildi, að slíkt sje með lögum samþykkt. — 11. gr. í hverju sambandi öldungaráðið, löggjafar- þingið og ríkisráðið skuli standa bæði sín á milli og við keisarann, skal ákveðið með keisaraboði. — 12. gr. Allar eldri ákvarðanir um stjórnina, er eigi koma heim hjer við, eru úr lögum numdar. — Æðsti ráðgjafi Rouher hefir lagt niður völdin, og var við því að búast, því hann var óvin- veittur öllum frjálslegum nýmælum. Sáerí hans stað kom heitir Prosper de Chasseloup Laubat. 28. júlí-m. var í Stokkhólmi haldið brúðkaup þeirra Friðriks konungsefnis og Lovisu dóttur IíarlsXV. Svíakon- ungs, og var mikið um dýrðir bæði þar og eins í Iíaup- mannahöfn, þá er konungsættin kom aptur þangað. Kon- ungur vor hefir svo fyrirmælt, að allir prestar skyldi taka nafn þessarar prinsessu upp í fyrirbænina fyrir konungs- ættinni. Úr öllum löndum fara hinar æskilegustu frjettir af upp- skerunni. í Vesturheimi er uppskeran svo mikil, að aldrel hefir slíks þekkzt dæmi; það eru því öll líkindi til, að korn- vara öll falli í verði alls staðar, nema, ef til vill, á íslandi Nýr rúgur var í Danmörku að meðalverði 6 rd. 64 sk. MERKILEGUR ATBURDUR. Miðvikudaginn 29. d. júlí-mánaðar nú í sumar fjekk rjetturinn í Kraltau (í Pólverjalandi) nafnlaust brjef, og var þar skýrt frá því, að í karmelíta-nunnuklaustrinu, sem stend- ur í Bassola (forstað Krakaúarborgar) væri kvennmanni hald- ið föstum á laun, og hefði hún setið þar í haldi síðan um 1840. Svo margt var með rökum tilfært í brjefinu, að rjett- inum þótti ástæða til, að rannsaka málið, og fól það á hendur lögreglumanni einum, Gebhardt að nafni. Gebhardt kvaddi með sjer kanúka einn, til að ganga i klaustrið og hafði með sjer rannsóknarnefndina. Nunnurnar í klaustr- inu vildu eigi upp láta dyrnar í fyrstu, en þó urðu þær undan að láta, og heimti nú Gebhardt að finna abbadísina að máli. Hún þóttist þá sjúk vera, en sendi þó nunnu eina, er ganga skyldi í sinn stað, og frjetti þún þá komu- menn, hvert væri þeirra erindi. »Fylgið mjer þegar í stað inn í klefa Barböru Ubriltx, mælti hann, en henni hnykkti við þessi orð, og var sem kæmi fát á hana. Hún þorði þó eigi annað, en hlýða tafarlaust og fylgdi Gebhardt niður í kjallara og lauk upp dyrum, er þar voru, með tveim þykk- um járnhurðum fyrir. En er upp var lokið, lagði þar svo mikinn ódaun út, að Gebhardt og kanúkinn og rannsókn- arnefndin hopaði á hæl við. Þeir gengu þó inn, og sáu þar þá inni klefa faðmslangan og 6 kvartila breiðan. Þar var nálega niðamyrkur inni, en þó lagði litla skýmu inn um smugu er á var múrveggnum. Á gólfinu lá byngur af fúnum og daunillum hálmi, og lá þar á alls nakinn kvenn- maður. Iíona þessi var ekki nema skinin beinin og sá ekki í liana að kalla fyrir saur og óþverra. Fyrir framan hana á moldargólfinu stóðu tvær litlar skálar og voru þar í leyfar af hvítróum og einhverju mjölmeti. Þegar konan sá svo marga ókunnuga, reis hún upp og hljóðaði, heimtaði mat og blótaði ákaft, en hnje síðan niður aptur eins og í dvala. Ekki var þar annað búshluta í klefanum, en hálm- urinn og skálirnar, en göng voru þaðan út í forarrennu þá, er lá fyrir utan klaustrið. Síðan var biskup sóttur og varð hann illa við abbadísinni, setti hana frá að vörmu spori og slíkt hið sama klausturprestinn; því næst gekk hann að klausturkirkjunui og innsiglaði hana af stundu. Konan var færð í föt og inn í annað herbergi sæmilegt, en það kom brátt fram, að hún er vitstola, og er það eigi að undra, þegar þess er gætt, hvílíkri meðferð hún hefir átt að sæta. Yið prófin hefir það komið í Ijós, að hún heitir Barbara Ubrik, er fædd 1817 og kom í klaustrið 1841. í klefa þessum hefir hún verið lokuð inni síðan 1848, en fyrir hverja skuld, er enn eigi Ijóst orðið. [þýtt J. 6l.\.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.