Baldur - 08.09.1869, Síða 8
68
SMÁMUNIR.
Konur aem lœkncir. 300 konur hafa nú numið læknis-
fræði til fulls við ýmsa háskóla í Ameríku og gegna nú
læknisstörfum í mörgum borgum í Vesturheimi. Hinn fyrsti
kvennmaður, er varð meistari í læknisfræði (Dr medicinae)
var miss Blackwell, árið 1840. í Nýju-Jórvík (New-York),
eru til þeir kvennlæknar, er hafa í árstekjur 10 tii 15 þús-
undir dollars (1 dollars er nærhæfls llmörk). Við háskól-
ann í Zúrich í Svisslandi er nú, sem stendnr, margarkon-
ur, er leggja stund á læknisfræði. I Svíaríki er nú og bú-
ið að leyfa konum rjett til læknaembætta, og eptir því sem
»Aftonbladet* segir frá, er allt í undirbúningi til þess, að
konur geti numið þessa fræði við Karls-skóla (karolingske
Institut) og við einn annan skóla í Svíþjóð, og verður við
þessa skóla nú í haust byrjað að halda fyrirlestra fyrir kon-
ur, sem ætla sjer að verða læknar.
— Burtfarir til Ameríku fara ávallt í vöxt frá ýmsum
löndum norðurálfunnar. Einkum hafa þær aukizt talsvert
seinustu 4 árin eptir því sem opinberar skýrslur frá Washing-
ton segja frá. Árið 1865 komu þannig 248,120 útlend-
ingar til Ameríku, árið 1866 voru þeir 318,554, árið 1867
voru þeir 298,358 og 1868 voru þeir 297,215. Elestir komu
frá Englandi, frá t’ýzkalandi 845,479, frá Noregi og Sví-
þjóð 58,289, og frá Danmörku 13,043. Á þessum fjórum
árum hafa frá Norðurálfunni fluttzt til Ameríku 1,162,247,
eður á aðra millíón manna.
VÍGÐIR sunnudaginn 29. þ. mán. kand. theol. Jón Bjarna-
son til aðstoðarprests hjá föður sínum sjera Bjarna Svein-
syni á Stafafelli í Lóni í Austur-Skaptafellssýslu, kand.
theol. Benedikt Kristjánsson til Skinnastaða í Axarfirði og
kand. theol. Eggert Sigfússon til Hofs- og Spákonufells á
Skagaströnd.
FRAMI. 28. d. júlí-m. hefir konungur sæmt biskup
landsins Dr. theol. P. prófessor Pjetursson R. af Dbr. með
heiðursmerki Dannebrogsmanna og sama dag með hinu
sama merki fyrrum hreppstjóra Vilhjálm Hákonarson í Kirkju-
vogi í Höfnum og í’orstein Jónsson á Brekkugerði í Múla-
sýslu. Sama dag er sýslumaðurinn í Norðurmúlasýslu 0.
Smith sæmdur kansellíráðs-nafnbót.
MANNALÁT.
16. dag júlímán. dó Sveinn Þórarinsson, fyrrum um-
hoðsmaður og skrifari hjá amtmanni Havsteen, fæddur
1821 ; hann var góður maður og merkur. — Að austan er
skrifað, að nýlega sje dáinn merkismaðurinn sgnr Gísli
Árnason i Byggðarholti í Austur-Skaptafellssýslu; hann var
sonur sjera Árna Gíslasonar prófasts á Stafafelli í Lóni (er
dó 1840, sbr. «Prestatal og prófasta», Kmh. 1869, bls. 26).
Sjera Árni var bróðir sjera Brynjúlfs í Eydölum, föður Dr.
Gísla og þeirra Eydalabræðra. Gísli heitinn mun hafa ver-
ið orðinn háaldraður maður; hann lætur eptir sig mann-
vænleg börn, þar á meðal merkisbónda Ólaf Gislason í
Volaseli.
AUGLÝSING.
NÝJAR DANSKAR BÆKUR.
Hjá mjer fást keyptar þessar bækur:
Maria Stuarts Henrettelse « rd. » mk. 12 sk.
Marietaarnet (romantisk Fortælling) . » — » — 12 —
Praktisk Kogebog af Maria Hansen . » — 1 _ 8 —
Praktisk Kogebog af M. H. (Udtog) . » — » — 8 —
Mestertyven Lassa Majas Levnet og Be-
drifter » — „ — 12 —
Frederik den VII. Liv og Levnet . . » — » — 12 —
Kammerjœgeren............................ — » __ g ___
Troldmanden.............................. .. i_4 ________
Beatrice Cenci, Inquisitionshistorie . » — » — 12 —
Mirakeldókt.oren......................... — » __ g __
Nökken, Fortœlling............• . » .— » — g __
Kjöbenhavns nyeste Mysterier, Eoman
med Illustrationer. 312 Sider » — 3 — » —
Brevebog for Hvermand, deri Breve for
Elskende, af Pro/essor G. P. Olivarius » — 1 — » —
Cyprianus, den fuldstcendigste Drömme-
og Spaabog » — 1 — » —
Den kloge Mand eller Huuslœgen af H.
Hansen » — 1 — 10 —
Kjöbenhavns Mysterier, 8 lukkede Bille-
der for Herrer » — 1 — » —
Nora Ebbesen, Kjöbenhavns Skjönhed, 8
lukkede Billeder for Herrer alene » — 1 — » —
Mindeblad i Anledning af Kronprinds
Frederik og Kronprindsesse Lovises For-
mœling (Portrait) » — » — 4 —
Verð alls = 2— 5 — 2 —
En sje keypt 1 exemplar af hverju, fæst það allt fyrir 2 rd.
(afsláttur 5 mrk. 2 sk.). Margar af bókunum eru með mynd-
um. Fleira smávegis fæst hjá mjer, og þar á meðal stú-
dentablaðið «Pjerrot», er kostar 4 mörk um 3 mánuði; og
allir sem vilja geta pantað hjá mjer bækur.
Kjöbenhavn.
Frants Biichler,
Bog- og Kommissionshandler.
(£gr* Allar þessar sömu bækur fást hjá mjer fyrir sama
verð, nema hvað «Pjerrot» er nálega helmingi ódýrari hjá
mjer — 2 mrk. 8 sk. þrír mánuðir — sakir góðra kjara,
er jeg nýt hjá bóksala Búchler. Með þvíjeg hefi útsölu á
hendi fyrir hr. Búchler, geta allir snúið sjer til mín.
Reykjavík, 6. dag septembermán 1869.
Jón Ólafsson.
EMBÆTTI.
Cand. med. et chir. í*. A. Johnsen er veitt læknis-
umdæmið eystra í suðuramtinu.
Útgefandi: »Fjelag eitt í Reykjavík». — Ritstjóri: J. P. H. Gudjohnsen. — Skrifstofa: Tjarnargötu M 3.
*
Preutaími í lands-prentsmibjuum 1869. Einar þórbarson.