Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 7

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 7
23 kom fyrir ekkert; hún var óðara komin aplur, læsti sig inn í blóðið, og varð öllum þeim, sem hana fengu á þeim bæ, að fjörtjóni, jafnvel þótt hún þó læknaðist með hinum sömu lyfj- um á allflestum, þar sem betur var ástatt. jþetta er svo sem lítið dæmi þess, hversu óttalega illkynjaðar slikar sjúkdómsteg- ,f undir geta orðið, þegar önnur atvik styðja að því. Annað dæmi þessu líkt sá jeg í Iíaupmannahöfn 1853, þegar kólerusóttin gekk þar; því að í höfn einni mjórri, sem Christjanskanal heitir, dóu allir skipverjar af einu skipi á einni nóttu. Vatnið í höfn þessari var mjög gruggugt, sökum þess /0 að í hana runnu ýmsar renuur úr bænum. I>að á sjer því miður allvíða stað hjer á landi, að forir og bleytupollar sjást fyrir bæjardyrum, og er mönnum af slíku mikill háski búinn, þegar minnstvarir; slíkar forir ættu því með öllu að leggjast niður, eður að minnsta kosti ætti að búa um /r þær á þann hátt, að heilsu og lífi manna væri engin hætta búin af þeim; þær ættn og aldrei að standa frammi fyrir bæjar- dyrum, heldur á húsabaki, og vera þaktar og þannig um þær búið, eins og síðar skal sagt verða. Meðal annara skaðvænna gufutegunda má telja gufu eða-3? daun þann, er leggur af öllum saur og öllu taði. Þessi daunn er fjarska-óhollur, bæði fyrir menn og skepnur, og það hafa menn nú tekið eptir, að hin almennasta orsök til hinnar verstu tegundar taugaveikinnar, það er að segja þarma-typftusins, er gufa eða smáagnir af manna-saur, og er það alveg sannað,*^ að hið mesta af taugaveikindum allra landa kemur af þessari rót, og það stnndum þar sem ólíklegast mundi þykja. Sem dæmi þessa vil jeg nefna það, sem nú skal greina, sem nú er orðið eða rjettara sagt farið að verða alkunnugt, eigi að eins á Bretlandi, heldur og víðast hvar um norðurálfuna. 30 Fyrir mörgum árum fundu menn upp á því til hægðar sjer, bæði á Englandi og víðar, að hafa náðhús í húsuin inni, og ljetu ganga úr þeim pípur niður í almennar bæjarrennur, sem nú víðast hvar eru byrgðar, og liggja eins og pípnanet (Kloaksystem) undir strætunum, og opna sig í stærri rennum, 35 er þannig flytja allt út úr bæjunum. Um þetta hugðu menn

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.