Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 9

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 9
25 með, að forðast alt það gras, sem nokkur saur liggur á, og altt óhreint, úldið og gruggugt vatn; þeir snerta til að myndaaldrei á grasi þvf, er vex á hundaþúfum, jafnvel þótt þeir sjeu hungr- aðir, heldur þefa þeir að eins af því, og ganga síðan frá. Fje og kýr eru langtum óvandari að sliku; af þessu hygg jeg það 5 komi, að hestar hvervetna eru sterkari og heilsubetri en flest- ar aðrar skepnur. Þeir eru sjaldan eða aldrei sollnir, og hestafaraldur er svo sjaldan, og hefur aldrei gengið hjer nema á óvanalega heitum sumrum, svo sem t. a. m. 1803, og nú lítið eitt 1870. Þetta er eptirtektavert, og bendir nógsamlega /0 á það, er fleiri náttúrufræðinga nú er farið að gruna, það að öll sóttnæm eða almenn veikindi á mönnum og skepnum muni eiga hina fyrstu rót sína að rekja til rotnaðra dýra-efna, og af þeirri mygglu eða ofursmágjörðum sveppum, er myndast af þeim. /f Það mun enn þá vera í margra minni, því það var þó ofurlítið drepið á það hjer í blöðum vorum, hvílíkur glumra- gangur varð á Englandi, þegar nautapeslin gekk þar núna síðast. 1867—68; allt ætlaði að verða vitlaust, og Englending- ar sárkviðu fyrir, að missa nautasteikina sína. Eins og vandi 20 er, fóru menn nú að leita að, hvaðan veiki þessi væri komin, en á það urðu menn eigi ásáttir. Sumir hjeldu hún hefði komið frá Rússlandi, aðrir að hún væri af þýzkum uppruna; hinir þriðju kváðu hana byrjaða í landinu sjálfu einmitt af þessum óþrifnaði, sem ætti sjer stað, þar sem stór nautabú 25 væru, og öllu væri kakkað svona saman í sumarhitanum. «Hvernig á það öðruvísi að vera», sagði einn enskur efna- fræðingur, «en að pest verði að koma upp í þessum skepn- um? sjáið þið ekki, hvernig nautin, sem eru rekin til bæjanna í slórhópum, standa þar í sinni eigin mykju, sem sólin skín á; yp hvernig getur yður furðað á því, að allur þessi illi daunn og smáefni þau, er honum kunna að fylgja, gjöri skepnuna veika? en þegar veikin er komin á gang, þá er það nátlúrlegt, að hún kunni að sýkja aðrar samkynja skepnur». En núvar eigi búið með þetta, nú greindi menn og svo á um meðferðina. 35 Flestir vildu fylgja dæmum meginlandsins í þessum sjúkdómi,

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.