Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Side 1

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Side 1
HEILBRIGÐISTIÐINDI. M 11. Nóvembermán. 1879. Eins og sjá má af verzlunarskýrslum vorum, er mikill hluti af kornmat þeim, er kemur hjer upp til landsins, fluttur hingað sem rúgur ómalaður, og þar af flýtur þá, að rúgurinn verður að malast áð- ur en hann er hafður í einhvern kjötmat; en það er því miður stór vöntun á þessu sökum þess, að vjer höfum hjer lítið annað en handkvarnir. 'þ>ví bæði eru vind- og vatnsmylnur enn of sjaldgæfar á landi voru. það er ótrúlegt, hve það eyðir tíma fyrir fólki, að vjer eigi brúkum náttúrukraptana til þess að vinna fyrir okkur. f>að ætti að vera langt um optar og víðar, en nú gjörist, því það er mikil tíma- töf, að taka fólk frá verki, til að setja sig niður við handkvörn og mala. Auk þessa er verk þetta alls eigi áreynslulítið eða hollt, þótt sumir haldi svo, þvert á móti er í því mikil áreynsla fyrir alla þá, er veikir eru fyrir brjóstinu. þ>að er alvenja í sveit- um, að ef kvennfólk veit einhvern aðkomumann eður aðkomukonu komna, er beiðist gistingar, að það strax spyr, hvort hann vilji eigi taka í kvörn, enda er fólki það alls eigi láandi þar sem það mikinn hluta árs hefir nóg að starfa að ýmsum útiverkum, bæði á vetrum, vori og sumrum, þótt það vilji ljetta á sjer allt hvað það getur, jafn leiðinlegu verki og það er, að sitja við handkvörn og mala. Menn gætu og haft þetta allt á annan veg, ef vind- eður vatns- mylnur væru tíðari. Hið einasta ráð við þessu er, að fjölga mylnunum, og virðist það harla nauðsyn-

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.