Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Síða 5
»5
sterkasta, sem jeg hef nokkru sinni vitað. — Hvað
meðhöndlun þessa sjúkdóms áhrærir, þá hefir hún
verið hin sama, sem áður. — Salmiak-brjóstmixtura
með lakkríssafti í hefir verið hið almennasta meðal
og dugað flestum. Hafi hlustarverkurinn verið mik-
ill og viljað grafa í eyranu, hef jeg viðhaft á einum
tveimur chloral-hydrat-vökva, sem jeg hygg, að muni
reynast Vel; hjá sumum, einkum börnum, hefit og
bulme-jurtar-olía (oleum hyoscyami coctum) sýnt tals-
verða linandi verkun. Hlustarverkurinn getur orðið
mjög slæmur, sje ekkert við hann gjört, og því er
allajafna vissara, að reyna til að lina hann í tíma,
en það skeður bezt á þennan hátt: Menn taka sem
svari eitt lóð af chlor-hydrat-salti, eins og það fæst
í lyfjabúðum, þetta uppleysa menn i sem svarar 3.
pela flösku af hreinu vatni. í þessu væta menn nú
kompressur, og leggja yfir eyrað. þetta er vant
að lina, og er alveg hættulaust meðal. þessari kom-
pressu skiptir maður, þegar hún þornar, og vætir
hana aptur í hinum sama vökva, og heldur þannig
áfram, uns verkurinn svíar. því næst leggja menn
langvarandi spanskflugu bak við eyrað, og láta grafa
undir um tima, til þess að draga frá bólgunni í heyrnar-
himnunni (membrana tympani). Líka mun þá ráð-
legt, að gefa sjúklingnum inn svitameðul, og má til
þess hafa, eptir því sem á stendur, ýmist Hylde-
the, drukkið heitt, eða svitadupt (Doverspulver), og
20—30 kamphorudropar, en börnum minna. Komi
bijóstbólga, að taka ungum hraustum mönnum blóð,
því samkvæmt nýjari tíma reynslu er það statt og
stöðugt, að verulegar brjóstbólgur (hvort heldur er
brjósthimnubólga eða lungnabólga) batna fljótar eptir
mátulegan blóðmissi, ef hann er um hönd hafður í
tækan tíma, en ella. En eins og blóðtakan í öllum