Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Síða 8

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Síða 8
88 homöopathiska strið útyfir polltnn, hvert sem helzt mjer sjálfum sýnist. Soda við brunasár. Eins og kunnugt er af Árbókunum ogýmsum annálum vorum hafa menn eigi sjaldan brennt sigí hveravatni vóru, annaðhvort svo, að til dauða hefir dregið, eða menn hafa tekið stórskemmdum og leg- ið við rúmið. Jeg gat um það í fyrra sumar, að þá væri fundin ný aðferð til þess að lækna brunasár, og það var, að þekja þau þá þegar með þurum „soda“ i dusti. Jeg hefi reynt það við vægari bruna, og verið sjónarvottur til, að meðal þetta er eins á- gætt, eins og frá er sagt, en jeg held að það sje því miður eigi enn orðið svo almennt lcunnugt, sem óskandi væri. J>að er næstum óskiljanlegt, hvernig þetta meðal svo að segja á stuttum tíma tekur all- an sviða úr brunasárum, og jeg bið því og óska, að almenningur vildi gefa þvi meiri gaum, en enn þá hefir orðið. Mjer væri kært að fá sem flest vottorð eptir- tektasamra manna um þetta efni, því þá veit jeg að almenningur hefir lesið það á prenti, og er því honum sjálfum um að kenna en eigi mjer, ef ráð þetta er eigi notað. Útgefandi: J. Hjaltalín, landlæknir. Prentsmiðja ísafoldar, 1880.

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.