Alþýðublaðið - 11.02.1960, Side 11
Glæsile
ÍÞRÓTTASÍÐUNNI hefur bor- j
izt glæsilegt 30 ára afmæbsrit
Fimleikafélags Hafnarfjarðar. >
Óhætt er að fuílyrða, að rit
þetta er eitt hið vandaðasta
sinnar tegundar hér á landi, það
er 120 bls. í stóru foróti og mynd
ir í því, gamlar og nýjar, ski'pta
hundruðum.
Ritið hefst á ávarpi stjórnar
FH, en í stjórn félagsins á 30
ára afmælinu eru Valgarð Thor
oddsen formaður, Halisteinn
Hinriksson, Sæmundur Björns-
son, Valgeir Óli Gíslason, Oli-
ver Steinn Jóhannesson, Einar
Sigurðsson og Ingvar Páisson. í
ávarpi þessu segir m. a.:-
— Þegar við nú horfum um
öxl, sjáum við þróttmikið fé-
lagsstarf til ef’Lingar íþróttaiðk-
ana í bænum. Við minnumst í-
þróttaafreka einstaklinga og’
keppniflokka Og við komumst
að , raun um, að kjarninn var
traustur og fræið 'fulit grósku,
sem sáð var af hinum fyrstu
stofnendum félagsins og frum-
herjum. Þeim mönnum ber
okkur að Þakka, en það gerum
vi'ð bezt, hinir sem síðar komu
með því ,að halda hátt á lofti því
merki, sem frumherjarnir
drógu að hún fyrir 30 árum.
Nú um svipað leyti, sem við
minnumst 30 áa afmælisins,
rofar fyrir nýjum áfanga í
starfi' félagsins, en hann er að
eignast eigið æfingasvæði og
vistarverur fyrir starfsemi FH. ■
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ;
ur orðið við ósk félagsins og
veitt því lóð í þessu skyni, og
vill félagið hér með þakka bæj-
arstjórn fyrir þá velvild og
skilning, sem íþróttamálum bæj
arins og starfi FH sérstaklega
er sýnt með þeirri sam.þykkt.
Af öðru efni má neína: Ann-
áli FH 192«—1959, heillaóskir
og kv.eðjur frá samböndúm í-
þróttabreyfingarinnar, íþrótta-
félögum Hafnarfjarðar og ÍBH,
Skautaáhugi
á Akureyri
Á ÆFINGARVELLI íþrótta-
svæð 'sins hefur bærinn gert
skautasvell að forgöngu ÍBA.
Þar er vel lýst, hljómlist og
Skaut.afélagið leiðbeinir byrj-
endum.
Aðsókn að þessu svelli er
gífurleg. Til dæmis um það
hefur fjöldi skautamanna kom-
izt upp í 800 á dag. Þrengsli
eru mikil, en allir virðast þó
una sér hið bezta. Sýnir þetta
vinsældir skautaíþróttarinnar
og hve æskilegt það væri, að
bæta nú enn um.
Erlendis tíðkast það mjög að
knattspyrnuvellir, jafnvel gras
vellir ein<= hér, séu lagðir
Framhald á 14. síðu.
Oliver Steinn, FH, fyrstur
yfir 7 metra.
rabbað er við Hallstein Hinriks
son um stofnun FH og íþrótta-
líf í Hafnarfirði, en hann er al-
mennt í Hafnarfirði kallaður
faðir FH, grei'n er um frjálsí-
þróttamenn FH, en í þeirri
grein hefur félagið átt marga
afreksmenn. Þar næst kemur
langur kafli um knattspyrnu-
menn F'H, en í þeirri vinsælu í-
þrótt hefur FH átt sigursæl lið.
Viðtal er við Gísla Sigurðsson í
tilefni 40 ára keppnisafmælis
hans.
Ýtarlegur kafli er um hand-
knattleikinn í FH, en það er sú
íþróttagrein, sem gert hefur 1
nafn FH frægt um allt Island
og víða um lönd. Grein þessi
heitir: Frá slagsmálum í leik-
fimihúsi til heimsmeistara-
keppni. — Sagt er frá þriðju ut
anför handknattleiksmanna
FIi, sem var til Þýzkalands.
Skýrt er sömuleiðis frá fyrstu
utanföririni, þegar kóngurinn
stal ^khorfendunum frá FH, en
það er nafn greinarinnar.
Að lokum er ágæt grein um
Guðlaugu Kristinsdóttur, fjöl-
hæfustu frjálsíþróttakonu ís-
lands, afrekaskrár í sundi og
frjálsíþróttum og nokkur fleiri'
greinarkórn og skrár, sem ekki
er rúm til að telja hér upp.
Við hvetjum alla íþróttaunn-
endur og þó sérstaklega Hafn-
firðinga, til að kaupa þetta
snjalla rit og kynnast þar með
áhugastarfi æskunnar og rifja
upp gamlar endurminningar.
Það verður enginn svikinn af 30
ára afmælisriti FH.
Þetta eru yngri flokkar FH í handknaítleik ásnmí kjálfurum
sínum.
Skauta-
menn
Rússa
i Sq. Valley
RÚSSAR liafa valið OI-
ympíukeppendur sína í
skautakeppni leikanna, en
valið fór fram strax eftir
heimsmeistarakeppnina í
Davos. Það vekur athygli
að heimsmeistarinn Boris
Stenin keppir aðeins í
einni grein, þ. e. 1500 m.
Annars keppa eftirtaldir í
hinum ýmsu vegalengd-
um: 500 m.: Maltsjev,
Gratsj, Saitsev og Grisjin.
1500 m: Grisjin, Stenin,
Saisev óg Vronin. 5000 og
10000 m: Sjilkovski, Stel-
baums, Kositsjkin og Ko-
tov. Ekki hefur enn verið
ákveðið hverjir verða
varamenn í 5 og 10 km.
Myndin er af hinum
unga Gratsj, en liann varð
sovézkur meistari í 500 m
á rússneska meistaramót-
inu í Alma Ata
9
Eysteinn fór hratt en datt...
ASPEN, Colorado, 7. febr. — Á
alþjóðlegu skíðamóti hér í gær
kepptu fjórir íslendingar, en
aðeins einum. þeirra, Kristni
Benediktssyni, tókst að Ijúka
keppni. Hann varð 38. í röð-
inni í stórsvigi en sigurvegari
var Austurríkismaðurinn Toni
Spiss, sem fékk tímann 103,1
sek. Tími Kristins var 125,5
sek. Þar sem Kristinn varð ekki
meðal 30 fyrstu í svigi, fékk
hann ekki að keppa í sviginu
í dag. (
. Kristinn virtist bremsa við
hliðin í • stað þess að renna
mjúklega í gegn um þau, eins
og flest'r keppinauta hans, sem
fengu betri tíma.
Eysteinn Þórðarson var álit-
inn hættulegur keppinautur
þeirra beztu í stórsvigi og hann
hafði mjög góðan tíma áður en
hann fór fram hjá einu hliði og
var dæmdur úr leik. Það er
enginn vafi á því, að hann hefði
orðið einn af þeim fyrstu, e£
ekkert óhapp hefði komið fyr-
ir. Jóhann Vilbergsson braut
skíði sitt, en hélt þó áfram nokk
urn spöl við mikil hvatningar-
cp áhorfenda, sem voru marg-
ir. Leifur Gíslason fór fram hjá
bliði og hætti keppni.
Alþýðublaðið — 11. febr. 1960 u
r»vAth*• s ' •» - .