Alþýðublaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 10
>WM»WWWWW*WMiMMW»IW
ÞAÐ er langt síðan Banda-
ríkjamenn hafa hvorki átt
fyrsta mann í 110 eða 400 m
grindahlaupi, en þannig var það
nú á síðasta ári. — Hi'nn fjöl-
hæfi Martin Lauer er beztur í
110 m, en Potgieter frá S-Af-
ríku í 400 m.
1 stuttu grindinni eru það
Bandaríkjamenn, sem eiga lang
flesta á skránni eða margfalt
fleiri en öll önnur lönd saman-
lagt. Evrópumenn eru samt að
sækja sig, verðlaunamennirnir
frá BM ásamt Pensberger eru
þar langfremstir. Ekki er gott
að segja hvernig stutta grindin
fer f Róm, en Bandaríkjamenn
eru hinir bjartsýnustu og bera
63 m / kringlu?
— Ég er viss um að einhver
Bandaríkjamaður kastar kringl
unni lengra en 60 m í vor. ...
En £ sumar mun einnig einhver
Evrópumaður gera slíkt hið
sama. Það er skoðun mín að á
næstu árum kasti einhver kast-
ari ca. 63 m.
Þeta eru orð ungverska kast-
arans Joszef Scecsenjd.
takmarkaða virðingu fyrir Lau-
er, en tíminn mun lei'ða í Ijós
hver úrslitin verða.
Bandaríkjamenn eru ekki
eins sterkir í löngu grindinni
og ef litið er á „brei'ddina“
standa Evrópubúar framar sem
heild. Potgieter er öruggur og
verður skeinuhættur, en Glenn
Davis er erfiður, ef hann kemst
í eins góða æfingu og 1958.
110 m grindahlaup:
Martin Lauer, Þýzkal. 13,2
Hayes Jones,.USA 13,6
Lee Calhoun, USA 13,7
A. Mihailov, Sovét 13,7
Elias Gilbert, USA 13,7
Warren Cawley, USA 13,9
Stanko Lorger, Júg. 13,9
Chuck Cobb, USA 13,9
Willie May, USA 13,9
Walter Pensberger, Þýzk. 14,0
Dickie Durham, USA 14,0
Clarence Treat, USA 14,0
Calvin Cooley, USA 14,0
Russ Rogers, USA 14,0
Ancel Robinson, USA 14,0
Bill Tillman, USA 14,0
400 m grindahlaup:
G. Potgieter, S-Afr.
Dick Howard, USA
Josh Culbreath, USA
Glenn Davis, USA
-♦Helmut Janz, Þýzk.
M. Martini, Ítalíu,
Warren Cawley, USA
A. Kljenin, Sovét
J. Litujev, Sovét
S. Morale, ítalíu
C. Cushman, USA
A. Matsulevitj, Sovét
Pavel Sidov, Sovét
C. Goudge, Bngl.
P. O. Trollsás, Svíþjóð
Martin Lauer, Þýzk.
russ-
Martin Lauer yfir einni grindinni.
nesk
met
LENINGRAD, í gærkv. —
Á innanhússmóti hér í
gærkvöldi setti Anatoly
Mikailov nýtt rússneskt
met í 110 m. grindahlaupi
(innanhúss), hann hljóp á
13.8 sek., en gamla metið,
sem hann átti sjálfur, var
13.9 sek.
Kvöldið áður setti Mik-
hailov einnig met í 100 m.
hlaupi, en tími hans þar
var 10,4 sek.
SPORT komið
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT, 3.
—5. tölublað 5. árgangs er ný-
komið út, fjölbreytt og mjög
vandað að öllum frágangi eins
og áður.
Af efni blaðsins má nefna:
Frá ársþingi ÍSÍ, Meistaramót
Íslands í frjálsíþróttum 1959,
Sundmeistaramót Norðurlanda,
íslenzkir knattspyrnumenn
vaxa í áli'ti á NorðurJöndum, ís-
lenzkir frjálsíþróttamenn gera
strandhögg erlendis, „Beztu“
skákmenn íslands í dag, Stór-
sigur KR £ I. deild, Heimsókn
þýzku sundgarpanna, Ýmsar
fréttir utan af landi o. fl. a. fl.
Ritstjóri SPORTS er Jóhann
Bernhard.
Mánaóarl. á íbúð i Sq. Val-
ley hvorki meira né minna en
ÁHUGINN fyri'r vetcarleikun-
um í Squaw Valley fer dagvax-
andi, segir Scneider, fréttamað-
ur þýzku fréttastofunnar SID í
Bandáríkj unum.
7500 ferðamenn hafa þegar
heimsótt Squaw Valley. Flestir
hafa komið í bifreiðum eða alls
í 3000, en aðeins nokkur hundr
uð í áætlunarbfireiðum. Margi'r
hafa reynt skíðakunnáttu sína í
brekkum Olympíukeppend-
anna.
Alls eru 12 til 13 þúsund mið
ar seldir og eftirspurn fer vax-
andi. Allír miðar eru uppseldir
að keppni í ísknattlei'k og list-
hlaupi á skautum. 8500 manns
hafa greitt kr. 9685,00 fyrir
hvern seríumiða að öllum grein
um leikanna. Fr.amkvæmda-
nefnd leikanna reiknar alls með
35 þúsund áhorfendum.
Það er ekki laust við að það
sé dýrt að búa í GLympíuþorp-
i'nu. Leiga á einbýlishúsi með 2
til 3 herbergjum kostar kr. 212
þús. yfir mánuðinn (38 krónur
dollarinn). Það er því búizt við
að flestir áhorfenda dvelji að-
eins einn dag í Squaw Valley
og furðar það engan. Meiri'
hluti áhorfenda kemur áreiðan-
lega í einkabifreiðum. Það er
hægt að leggja 8000 bifreiðum
við Olympíuþorpið.
oOo
OLYMPÍIUELDURINN, sem
loga á meðan VIII. vetrarleik-
arni'r standa yfir, kom með flug
vél til Los Angeles. Á móti hon
um tók Parry O'Brien, heims-
methafi 1 kúluvarpi og bar
hann til „Memorial Coliseum“,
en síðan hófst boðhlaup 1000
stúdenta með eldinn hina. 960
km löngu leið til Squaw Valley.
oOo
ÞAÐ er hláka í Squaw Valley
þessa dagana. Heit loftlög frá
Hawai eru nú yfir Olympíu-
þorpinu. Rignt hefur af og til,
en þar sem snjórinn var mikill
fyrir, er fram;kvæ.mdanefndin
ekki' enn komin með áhyggjur.
Hlákan hefur einmitt hjálpað
til'við undirbúning brauta o. s.
frv.
oOo
EINS og við höfum skýrt frá
er íþróttafólkið byrjað að
streyma til Olympíuþorpsins.
Fyrst komu tíu bandarískir
skautamenn. Þar næst 9 skauta
merin frá Kóreu og í þri'ðja lagi
keppendur Bandaríkjanna í list
hlaupi á skautum, þ. á m. Carol
Heiss og David Jenkins. Carol
Heiss, sem á að sverja Olymp-
íueiðinn fyrir hönd allra kepp-
enda, sagði m. a.:
— Ég hlakka til síðustu æf-
i'ngadaganna' og vonast til að
vinna gullpeninginn eftir að
hafa sigrað fjórum sinnum á
heimsmeistaramóti.
10 11. febr. 1960 — Alþýðublaðið
HÉR sjáið þið þegar
Olympíueldurinn var
kveiktur í Morgedal,
Noregi, en þaðan var hann-
fluttur flugleiðis til Kali-
farníu. — Myndin sýnir
formann Morgedal skíðá-
félagsins, Eivind Strondi,
halda á Olympíueldinum,
en ungi pilturinn, sem að-
stoðaði hann heitir Oláv-
Nordskog.