Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 8
52 einkasonur hans og lærisveinn lærða skólans Jón- as Tryggvi, á 17. ári; þannig stendur hann ept- ir, studdur trúarinnar- og vonarinnarstaf, í þess- um þungbæra ástvinamissir, þegar «Tíminn» flyt- ur honum þessi nýju sorgar tíðindi úr fjarlægðinni. BÓKAFREGN. Ný útkomin er: «Kenmíubók í Goðafrœði Grikkja og Rómverja, eptir H. W. Stall. Steingrím- ur Thorsteinson hefir íslenzkað. Kmh. 1871». 16 +) 276 (+ 2) bls. 8vo, vönduð að öllum frágangi. — «Komdu til Jesú!». Eptir Newmann Hall. Snúið úr ensku. Björgvin. Prentað bjá Georg Grieg 1872. 64 bis. 8vo. — Á Akureyri er nýprentað heilræðakvæði: «Varabálkur», eptir Sigurð heitinn Guðmundsson lireppstjóra á Heiði í Gönguskörðum. VIII + 88 bls. 8vo, 24 sk. — Frá prentsmiðjunni í Reykjavík er útkomin «Markaskrá fyrir Isafjarðarsýslu» 1—48 bls. Ut af því sem vjer höfum heyrt, að handrit hennar haíi verið mjög laklega úr garði gjört, viljum vjer áminna alla hreppstjóra um, að vera vandvirknir í að semja markaskýrslur sínar, og eins sýslu- menn, að hafa strangt eptirlitá, að handritin sjeu vel úr garði gjörð, áður en þeir senda markatöfl- urnar til prentunar. — Enn fremur eru útkomnar: «Athugasemdir» um «Nokkrar athugasemdir um sálmabók, útkomna i Reykjavik 1871» í «N.fara» 11. ár 1872, nr. 13 — 14.8bls.8vo. Eptir síra St. Thórarensen áKálfa- tjörn, og er sagtþær sjeu sendar gefins út um landið. GAMLAR BÆKUR. í nokkur undanfarin ár hafa sendar verið hjeðan af landi, til bókmenntafjeiagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn ýmsar sjaldgæfar og gamlar ís- lenzkar bækur, í því skyni að verja þær fyrir eyði- leggingu, þó að þær hefðu átt öllu heldur, að geymast hjá deildinni hjer; nú heflr forseti deild- arinnar í Kaupmannahöfn fundið þetta eiga betur við, og því heflr hann i vor sent inn hingað flest- ar þeirra, svo bækur þær sem Iandsmenn hafa í huga að senda bókmenntafjelaginu hjer eptir, ættu að sendast deildinni í Reykjavík, svo þar gæti orðið ein bókhlaða, eitt safn og einn hirðir. 1 — Enskur hestakanpmaí)nr, sem nú er afc kaupa hjer hesta heflr nú seinast selt pú?)ar kartoflur á 16 mark. tunnnna, í stafciun fyrir ab kanpmenn hafa selt þær á 5rd. og seinast á 4. — I dag er hrííiarbylur á norí)an meí) kuldastormi. AUGLÝSINGAR. — Sálmabókin nýja, fæst við prentsmiðjuna i gyltu alskinni á 8 mörk. Viö næstu póstskipskomu fæst hún í margbreyttu bandi t. a. m. í glyttuðu Saffiani gylt í sniðum, í leðnrbandi (Cbagrin) gl. í sniðum, í pressuðu ljereptsbandi gyltu, í glytt- uðu pressuðu velsku bandi gyltu. Verðið á þess- um bókum verður frá 8 mrk. 8 sk. til 3 rd. 2 mrk. Reykjaíík 29. maí 1872. Einar Þórðarson. — Þjer hafið landar góðir! tekið «Tímanum» svo vel, að upplagið er allareiðu uppgengið, því hefl jeg afráðið, að árganginum skyldi vera lokið í október næstkomandi svo þjer fengjuð bann sem optast, verður seinni hlulinn 6 arkir, 12 nr. verð- ið 32 sk. eins og hinn fyrri; en þess hlýt jeg að krefjast aptur, að borgunin komi inn í haust, með skólapiltum, póstum ogöðrum áreiðanlegum ferðum. Sömuleiðis mælist jeg til þess, að fá sem fyrst nr. 3—4, 5, sem öl! eru uppgengin, ásamt öllum óseldum exempl. því kaupendur fjölga óð- um. Ábyrgðarmaðurinn. PRESTAKALL. Óveitt: Skarðsþing (Skarðs og Dagverðarnessókn- ir) í Dalasýslu melin 401 rd. 58 sk.; auglýst 28. þ. m. Uppgjafarprestur er í brauðinu síra Friðrik Eggerz, sem æfilangt nýtur 2/s hinum föstu tekjum þess, og má hann þar upp í taka afgjaldið af Ijensjörðunum Nýp og Broddadalsá. Abyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentabur ! preutsmibju Islands. Einar þórbatson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.