Tíminn - 16.06.1873, Page 3

Tíminn - 16.06.1873, Page 3
59 burbir riím í blaði árvakra blaðasfjóra, eins og vjer efumst ekki um að útgefendur «Víkv.» sjeu! — Mál ritstjóra Jóns Ólafssonar og fleira. Mál Jóns ritsljóra Ólafssonar ganga sinn gang; fyrstu málin tvö, sem vakist hafa af landshöfðingjahneyksl- inu, og orðum um yfirdómendurna, ern nú tekin til dóms; þriðja málið, er sprottið hefirafnr. 11 — 12 af Göngu-Hrólfi, er enn í undirbúningi; Þjóð- ólfur hefir nýlega í blaði sínu, nr. 31—32, minnzt á mál þessi; vera má að snmum þyki sumt frek- lega orðað í greinum Göngu-Hrólfs um lands- liöfðingjadæmið, en þeir munu varla verða færri, sem þykja orð Þjóðólfs í máli þessu hrakleg og ómannleg; honum kippir í gamla horfið; hontim sýnist líklega Jóni Ólafssyni liggja við falli; leggst hann þvi þunglega með afturbægslið á hinn unga ljónsunga; hjer er líkt sem grá og gömul assa hlakki yfir laxi í hyl. Assessor Benidikt Sveinsson hættir ekki að reyna að styðja og styrkja mál vor Islendinga eptir bezta megni; til dæmis hefir hann, þó hann eptir því, sem oss sýnist, hafi verið- sviptur embætti sínu á mjög óþekkilegan hátt, stofnað til fundar- halds i vor í Árnessýsslu, og nú fyrir skömmu hefir hann gefið út upphaf á smáriti einu; upphaf rits þessa er almenns efnis um rjettarásigkomulag vort, en mergurinn mun eptirvera;landsmenn ættu að styrkja útgefanda rits þessa með því að kaupa það, því hann grípur ekki gull á hverri stundu í ríkishirzlu konungs vors, og yfirstjórnendur prentsmiðju lands- ins og landsmanna munu lítið vægja honum, ef gjaldið gellur ekki í lófanum. Ef íslendingar láta ekki sitt eptir liggja, að styrkja þenna vel gáfaða og örugga þjóðvin vorn, mun hann ekki láta sitt eptir liggja, að efla hag vorn eptir því, sem hon- um er framast unnt. það er orðið heyrum kunnugt, að stiptsyfir- völdunum mun hafa þótt ýmiskonar tilefni vera til að víkja hinum góðkunna skólakennara Gísla Magn- ússyni frá embætti sínu fyrir eins konar peninga- ábyrgð, sem hann hafði verið með að veita um stund fyrir litlu af prentunarkostnaði Göngu-Hrólfs. Stiptsyfirvöldin sýnast að hafa litið eitthvað sjer- staklega á þetta mál; blandað saman peningaleg- um eignarrjetti einstaks manns og opinberri em- bætlisstöðu hans, enda mun málinu nú vera lokið með brjefi landshöfðingja, sem talað er um í um- getnu nr. fy'óðólfs, og er sagt þar, að landshöfð- ingja þyki ekki tilefni til að víkja skólakennara Gísla Magnússyni frá embætli hans; sumum mun líka sýnast, að vel sje komið hag landsins, efþetta væri eitthvert hið fyrsta og fremsta nauðsynja- verk valdstjórnar vorrar. Menn heyra nú á dögum opt rætt um það, að ekki sje til neins að reyna að hrinda neinu ’í lag af því marga og mikla hjer á landi, sem sýn- ist þó vera í hinu mesta ólagi, og að allt verði að vera eins og það er, eða eins og hin æðstu yfirvöld vor vilji láta það vera; en vjer íslendingar mættum nú þakka fyrir, ef forfeður vorir á 15., 16., 17. og 18. öld hefðu haft eins almennan á- huga á velferðarmálum þjóðar vorrar, eins og vjer ætlum og vonum, að fleiri en færri hafi hjá oss nú á dögum. Menn hafa hina fornu tímana, en hversu margir vita, hvað það er, sem þeir hrósa? tiefðum vjer til dæmis ekki haft gott af því, að vjer hefðum átt nokkra örugga og óeigingjarna formælendur, þá er landið forðum daga var svarið undir Noreg? og má ísland ekki skammast sín fyrir hina síðari forfeður vora, sem uppi voru, þegar bræðraland vort Noregur hvarf til Svíþjóðar, og það átti engan einn mann, er minntist þess og mælti máli fyrir það? f>á áttu menn ekki auka- fund á Þingvelli, sem sumir, er miklir þykjast, og miklir eru hjá hinni dönsku yfirstjórn vorri, draga nú dár að. Nú er afráðið að halda almennanfund á Þingvelli hinn 26. þ. m., og sýnum nú, íslendingar, að vjer sjeum ekki rjettnefndir ættlerar forfeðra vorra, sem höfðu óneilanlega sína kosti, en þó virkilega líka sína bresti, fjölmennum nú, landar góðir, fund þenna, sem bezt má verða, og látum á sannast, að vjer reynumst sjálfum oss og niðjum vorum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.