Tíminn - 16.06.1873, Page 5

Tíminn - 16.06.1873, Page 5
61 víða stað hjer á landi, þar sem verzlunarstaðir eru en í Reykjavík, en þó höfum vjer hvergi sjeð hann á eins háu stigi sem hjer, þar sem hann þó að vorri hyggju ætti að vera minnstur, þareð Reykjavík er höfuðstaður landsins og ætti að vera nokkurskonar miðpunktur, hvaðan ailir góðir siðir, gott skipulag og regla aetti að breiðastútum land- að, en því er ver og miður að það er eigi svo, hvorki í þessu efni nje öðru. Oss furðar á því, að kaupmenn skuli eigi taka sig saman um að hætta öllum veitingum í verzl- unarhúsum sínum, því vjer erum vissir um að þeim hlýtur að leiðast, að sjá og heyra til þeirra manna sem slæpast aðgjörðalausir í búðunum dag- inn út og daginn inn, og vjer erum sannfærður um að þessi snapsa sala er þeim miklu fremur til skaða en ábata, þegar á allt er litið. Vjer skorum því fastlega á kaupmenn bæði hjer og annarslaðar, að þeir gjörist samtaka i þvi að hætta allri snapsasölu og snapsagjöfum, og leyfi mönnum ei að drekka í búðum sínum, þvi það eru cinl.um þeir, sem geta komið í veginn fyrir þennan ósið, því menn meiga víst lengi bíða eptir því að lögreglustjórnin bjóði þjónum sínum að ryðja búðirnar, og þó svo færi að hún kynni að gjöra það, þá þyrftu lögregluþjónarnir að vera til staðar en ekki í ýmsum öðrum útrjettingum dögum saman, til að hirða tvo eða þrjá ölvaða náunga sem hefði háreysti annað hvort inn í búð- unum eða á götum úti. Margir kunna nú að segja; Vjer meigum til með að fá okkur snaps í búðunum bæði þegar kalt er og vjer komum af sjó, og við ýms önnur tækifæri, því bæði er það fljótlegast, og svo er hjer ekki nema eitt lítið veitingahús' og þar kom- ast eigi margir fyrir». 1) Á veitingahúsib hjer í Keykjavík heflr áíinr verib minnzt í 1. ári „Tímans" bls. 34. hversu þat) væri ónúg, og'fer ekki batnandi, þar þaþ er aí) sögn, opta6t eptir langa bit) aí) matlnr geti fengiþ kaffl et)ur mat keyptau og stoudom ekki, en aptur á múti mun vínsalan ganga mun liþngra og þaþ fram á nætur? og sítan mnn flestnm vera vísab út á götuna hvernig sem þeir eru á sig komnir. Höf. Ef menn endilega þurfa að fá sjer snaps þá er ekkert þvf til fyrirstöðu að þeir fái vín keypt í búðunum og fari burtu með það heim til sín og drekki það þar, því það er þó skárra að skömminni til, en drekka við búðarborðið og slæpast þar tímum saman. En langbezt af öllu landar góðir væri það, ef þjer hættuð allri nautn áfengra drykkja því þá tnunduð færri af yður og börnum yðar bera menjar vínguðsins, og þá munduð þjer sjá, að hægt er að lifa á Islandi eins vel og annarstaðar; því vjer vitum allir að víndrykkjan er eitt hið helzta með- al til að steypa landi og líð í eymd og volæði. 115. ÍSLAND OG AMERÍKA. Einhver sem að líkindum hefir fyrir morgunbæn: «Island farsælda-frón, og hagsælda hrímhvíta móðir», er nú í »t*jóðó 1 fl•> að harmast yfir því, að Ame- ríka sje oflofað land. Má vera að svo sje; en hvað er Island? Þessi «scelunnar reitum sýnist þó án efa sælastur í ljóðmælunum og hjá þeim, sem útsjúga aumingjana á niðurníddnm jarðaskækl- um sfnum, framdraga líf sitt um leið og þeir naum- ast geta hrósað sjeraf því, að nokkurt ærlegt verk liggi eptir þá eða forfeður þeirra. Vjerætlumoss alls eigi að halda uppi skildi Bandafylkjanna móti slíkum piltum; þau þurfa þess eigi með. Og þótt rithöfundurinn í tjeðri grein í «Þjóðólfi» fari ó- virðulegum og ósönnum orðum um þá, er að Vesturflutningum styðja, þá hyggjum vjerað hann, áður en langir tímar líða, fái svar sem verðskuld- að úr þeirri átt. Eptir því, sem oss er kunnugt, hefir enginn enn þá útmálað Ameríku eins og þessi nýi rithöfundur «Þjóðólfs» gjörir. En sann- leikurinn er sá, að hundrað þúsundir á hundrað- þúsund ofan, sem hafa flúið úr norðurálfunni sök- um fátæktar og vesældar, hafa orðið þar vestra velniegandi menn og lifa nú lukkulegu og góðu lífi, meðan menn bæði hjer og um norðurland prœlka baki brotnu og hafa þó ekkert í aðra hönd

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.