Tíminn - 16.06.1873, Side 7

Tíminn - 16.06.1873, Side 7
63 ÚTFLUTNINGS-TOLLUR Á KVIKFJE. (Út af grein í 1. ur. „Víkverja";. í fyrsta nr. «Víkv.» er grein, sein áður hafði verið send «Tímanum» til prentunar nafnlaus. Vjer höfðum synjað henni viðtöku, þar eð hún var ó- samkvæm og mótstríðandi skoðun vorri. Nú er greinin komin fram samt fyrir almennings augu, og er nú prýdd og skrýdd nafninu: »Jón Pjeturs- son» neðan uudir. Hver af öllum íslands Jónum Pjeturssonum það er, sem er höfundurinn, er oss dulið. Að vísu höfum vjer heyrt fáfróða menn fleygja því, að það mundi vera herra yfirdómar- inn, jarðeigandinn Jón Pjetnrsson, en vjer höf- um átt ofurbágt með að trúa, að svo gæti verið. Í*ví oss er torvelt að skilja, að svo gáfaður mað- ur, sem hann er sagður vera og víst e r, sjái eigi betur sjálfs síns hag eður hvað til síns friðar heyr- ir sem jarðeiganda, en þetta. Hins vegar þykir oss alisepnilegt að höf. sje «Víkverskur» eður«há- reykjavíkanskur», því það eru Reykvíkingarnir helzt, sem hafa skaða á, að kjötið stigi í verði. Margt ber annars til þess, að vjer getum ekki verið samþykkir höf. um það, að nauðsynlegt eður æskilegt sje að leggja toll á kvikfje það, sem út er flutt. {>að fyrst og fremst, að vjer vitum eigi betur, en að allir þjóðfræðingar þessara tíma álíti allan útflutningstoll í sjálfu sjer óhafandi og gagn- stæðan rjettarskyldum hag hverrar þjóðar. Vjer viljum meðal annars benda á hið merkasta ríki heimsins, Bandaríkin í Norður-Ameríku. Hagfræð- ingum þessa rikjasambands hefir þótt þetta atriði svo sjálfsagt og svo mikilsvert, að það er tekið upp í bandalögin, að aldrei megi í Bandaríkjunum nokkurs konar toll leggja á nokkra innlenda vöru, sem út er flutt. Vesalings Bandarikin! þau vissu nú ekki betur — enda var þessi ókunni Jón ekki kominn í hagfræðinga-tölu heimsins þá; annars hefði þau víst betur fyrirsjeðl Þess utan finnst oss tollur eður höpt á sölu kvikfjár úr landinu ekki nauðsynleg og því eigi æskileg. t*að er vitaskuld að «Tíminn» er í því samþykkur öllum greindum og rjettsýnum mönn- um, að æskilegt sje, að sala kvikijár úr landinu sje sem skynsamlegast tilhagað, t. d. að hvorki sje ofmikið selt og að síður sje kvennkyn dýranna en karlkyn selt o. s. frv. En hann örvæntir að nokkur hindrunar meðöl verði við því reist önnur en þau ein, er ganga ofnærri frjálsræði manna. Hann sjer eigi annað en að það sjeu hjer einu úrræðin að menn selji þar til landið rekur sig á, að það hefir tjón beðið. Og þá vara menn sig betur eptirleiðis. Það eina meðal rjettmætt og tiltækilegt, sem nú verður beitt, eru skynsamleg- ar fortölur og afskipti greindari manna, t. d. sveita- stjóra af fátækum og ráðlitlum. Taka má enn tillit til þess, að áður en kvik- fjenaður komst í þetta háa verð var orðin sú pen- ingaþröng í landinu, að flestar lekjur og gjöld varð að taka lögtaki og þá varð nú ekki ætíð mikið úr lögteknu kvikfje á uppboðsþingum. Allt sat fast og ekkert varð gjört fyrir peningaleysi; verzlunar- fjelögin gátu eigi leyst hluti sína af pappírnum. En er kvikfjársalan byrjaði svona mikil og við svona miklu verði, þá komust verzlunarfjelög- in innlendu á fót og hægðist um allt, er til við- skipta heyrði. En má til nefna þann usla, er hin allt of- mörgu hross voru farin að gjöra landinu. Og svo allt það búskaparólag, sem þar af leiddi. Vjer skulum geta þess til dæmis, að bóndi einn, sem að haustinu átli 200 hross missti öll úr hor um vorið og átti eptir ein 80, og allt í sulti og seyru þá á heimilinu. Hver af þremur hlutaðeigendum skyldi nú hafa haft sannan hag af slíku. Ætli það hafi verið landsdroltinn, sem átti jörðina er hross- in spilltu fyrir honum? Eður skyldi það hafaver- ið leiguliði, sem eigi gat haldið nægan fjárstofn á jörðinni, sem var uppurin undan hrossagang- inum? Eða skyldu það hafa verið helsveltar hross- grindurnar ? pess utaa getur þab opt komit) fyrir, aí) maíur sje naub- beygbur til og geti kann ske enda baft gott af ab 6elja grip sem mabur þA annars muudi telja sjer naoRsynlegan. Vjer getum um þetta boriþ af eigin reynslu. f>at) heflr eitt sinn komit) fyrir ábm. þessa blat)s at) v e r í) a aí) selja

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.