Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 1
17.-18. blað, TÍMIMMo 2. ar. Reykjavík, 12. júlí 1873. — Póslskipið »Diana» fór hjeðan 16. f. mán. sigldi hjeðan með því Jóhann Geelmuyden kaup- maður frá Björgvin. — 22. f. mán. kom hjer gufuskipið «Pera» til að flytja út A.meríku-fara og hesta, og fór það aptur 24. s. mán., og tóku sjer far með því fyrst til Englands og þaðan til Vesturheims 45 eður46 Amerikufarar, meðal þeirra er fluttust hjeðan úr Reykjavík, voru: verzlunarstjóri t’orvaldur Stephen- sen með skylduliði sínu, bókhaldari Friðrik Gísla- son og snikkararnir Ólafur Þorkellsson og Iíristján Schram. — Með «Peru» voru útflutt 102 hross. — 5. þ. mán. kom gufuskipið «Waverley» frá Granton, með því komu þessir farþegar: Hinn frakk- neski prestur Baudoin, er sigldi hjeðan í haust til Frakklands, kand. theol. Jón Andrjesson Hjaltalín með frú sinni, frá Edinaborg. — «Waverley» fór hjeðan aptur 6. þ. mán. og voru útflutt með þvf, 590 hestar. — 3. þ. mán. kom aðra ferð sín gufuskipið «Yarrow», og fór hjeðan aptur 8. þ. m. með 365 hross, en í fyrri ferðinni 340 hross. — Hinn 12. Pingvallafundur var haldinn 26. —29. f. mán. á hinum forna alþingisstað íslend- inga við Öxará', sóttu fundinn 2 kosnir menn úr llestum sýslum landsins, nema frá ísafjarðarsýslu kom enginn, ýmsir fleiri sóttu fundinn víðsvegar að, svo fundarmenn munu alls hafa orðið um 160? Helzta verkefni fundarins var að semja nýtt frum- varp í 10 greinum til stjórnarskrár fyrir ísland, er ætti að leggja fyriralþing af nýju, og þar næst til að ræða um kosningu 3. manna á konungs- fund, er flytja ættu stjórnarmál íslendinga fyrir hans Hátign konunginn. Til fundarstjóra var kos- inn málaflutningsmaður Jón Guðmundsson. Til 1) Vjer teljum eigi þingvalIafnBdinn 27. ji'rní 1856, því eigi edktn hann fleiri en 15 manns, svo hann fórst þannig fvrir. skýlis fundarmönnum var reist allmikið tjald og fagurt, er skotið hafði verið fje til af ýmsum í Reykjavík, og fleirum? Á ÞlNGVALLAFUNDl 1873. Frelsisstöðvum fögru á feðra tiginbornu, endurminning helg og há hetju aldar fornu frjálst í æðum eldheitt blóð örvar þeirra niðja, sinni’ er eigin unna þjóð og til fremdar styðja. Ekkert fremur bræðrabönd bindureinum huga, en að láta líf og önd lýð og Fróni duga; heill sje þeim, er hetju móð hafa þann að geyma, eins og skylt er íslenzk þjóð aldrei mun þeim gleyma. Sízt nú draga sig í hlje sómir, þó að etja viður ofurefli sje, eður framkvæmd letja, dáð oss kennir deilan hörð, dýrstan eið þess sverjum: flýjum eigi fósturjörð, en frelsi hennar verjum. Br. Oddsson. — Alþingi íslendinga hið 14. var sett á þriðjudaginn hinn 1. þ. m. Eptir að konungsfull- trúi, landshöfðingi Hilmar Finsen hafði ávarpað þingmenn nokkrum oríUim, og lýst yfir í nafni konungs að alþingi væri sett, var gengið til for- seta-kosningar, og hlaut Jón riddari Sigurðsson frá Kaupmannahöfn 23 atkvæði, til skrifara voru 65

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.