Tíminn - 12.07.1873, Side 2

Tíminn - 12.07.1873, Side 2
66 kosnir: Halldór skólakennari Friðriksson og sjera Eiríkur Kúld. Loksins afhenti konungsfulltrúi þingmönnum 10 konungleg frumvörp, auk hinnar konunglegu auglysingar til alþingis, af 23. maí þ. árs, er nokkuð þykir þungorð til meiri hluta alþingis 1871. — 4. þ. m. var haldin hin vanalega prestastefna, og mættu þar 5 prófastar og 14 prestar; ræðuna flutti í dómkirkjunni sjera Stefán Stephensen á Ó- lafsvöllum. Þar var skipt peningum milli upp- gjafapresta og prestaekkna, og hlutu 14 uppgjafa- prestar431rd. 21 sk., og 42 prestsekkjur 588rd. 63sk. — 5. þ. m. var haldinn hinn síðari vanalegi ársfundur Húss- og bústjórnarfjelagsins og voru 16 fjelagsmenn á fundi. 6 mönnum voru veitt verðlaun sem voru samtals 66 rd. 64 sk. Enn fremur var samþykkt breyting á lögum fjelagsins, einnig var breytt nafni fjelagsins, svo nú heitir það: (BIÍNAÐARFJELAGIÐ í SUÐLRAMTINU». 9 menn gengu í fjelagið, en 1 úr því. — 8. þ. m. kl. 5 e. md., var haldinn Bók- mentafjelagsfundur, 28 voru á fundi. Var þar lesið upp brjef frá Þingvallafundinum, þess efnis, hvort Bókm.fjel. vildi eiga nokkurn þátt í því að minnast t'jóðhátíðar íslands, svo sem það að styrkja til ritunar og úígáfu sögu íslands, varð sú niður- staða, að velja 3 menn 1 nefnd til að taka málið til yflrvegunar, urðu fyrir kosningu: sjera Helgi Hálf- dánarson, Páll málfærzlumaður Melsteð og kand. theol. E. Briem. Síðan voru valdir embættismenn Ijelagsins, og hlutu þessir atkvæði: Til forsetaJón Þorkelsson, til fjehirðis E. Briem, til skrifara P. Melsteð og til bókavarðar Halldór Guðmundsson. Ti! varaforseta B. Thorberg, varatjehirðis Hallgrimur prestur Sveinsson, varaskrifara H. E. Helgesen, og til varabókavarðar Á. Gíslason. Til endurskoðunar reikninganna: Magnús Stephensen assessor og H. E. Helgasen barnaskólakennari. — Árferðið heflr verið síðan «Tíminn» kom seinast út, á þessa leið: Optast þurrviðri, austan- átt og stundum landnyrðingur með krapakalsa og hornriða til fjalla, hitadagar hafa fáir verið, nema dagana frá 18.—22., 26. og 30. f. m. Grasspretta er enn talin víðast í minna lagi, einkanlega á tún- um. Fiskiafli hefir verið hjer innan Faxaflóa í meðallagi, eins kringum Jökul og á Breiðaflrði. Um tíma heflr verið gæftalítið, en þá gefið heflr, hefir verið líflegur afli af þorski og smáflski. Þilskipa- afli hefir verið allgóður síðan á dögunum. Nú er um þessa daga norðanátt og þerrir. KVENNÁSIÍÓLINN í REYKJAVÍK. Qvicqvid agis, prudenter agas et respice Önem. Það sem mest af öllu eflir velmegun og þjóð- menningu hvers þjóðfjelags er menntunin, því mennt- un er grundvöllur allra andlegra og verklegra fram- fara. Þetta heflr reynslan sýnt og sýnir enn í dag, því ávalt hafa menntuðustu þjóðirnar verið forvíg- ismenn framfaranna, og haft kröptug áhrif á sína tíma (t. a. m. Grikkir og Rómverjar í fyrndinni, en Þjóðverjar og einkum Bandaríkin í Ameríku nú á dögum). — Að vísu hafa sumir jafnan óvildarauga ,á allri menntun, þar eð henni fylglir óhóf og mun- aður (Luxus), en þessi skoðun er röng, ef hana skal heimfæra til þeirra þjóða er tekið hafa móti áhrifum sannrar menntunar, aptur á móti væri hún rjett, efhún að eins tæki tillit til sumra skræl- ingja norður nndir heimskautum, er ekkert hafa numið af hinum siðuðu þjóðum, nema munaðar- nautnina eina. — Þessi sannfæring um það, «að menntunin eflir alla dáð» hefir knúð bæði stjórn- endur þjóðanna og einstaka menn til, að stofna skólana, þar eð mönnum hafa þótt þess konar stofnanir vel lagaðar til að mennta hina ungu kyn- slóð, sem bæði er móttækilegusl fyrir menntunina, og á lengstan starfs tíma fyrir höndum, til að auka og úlbreiða menntun sína á. Með hýru augnaráði og vonglaðir skulum vjer því landar góðir líta til þeirra skóla, sem stofnaðir hafa verið, og verið er að stofna á landi voru, en þó með þeirri gætni og vandlætingarsemi, að vjer ekki tökum hverju því sem skóli nefnist eins og gullvægu hnossi, án þess um leið að gæta þess, að fyrir- komulagið samsvari tilganginum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.