Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 6
70
hinn gamia norræna anda
fornmenjagripur að því ert þú
þjóðanna norðurlanda.
6. Ljúk nú upp augunum litla þjóð!
lítum á hvar við stöndum,
afmcelistíð þín, ástkæra jóð!
er nú brátt fyrir höndnm.
7. Þá skulum varpa þungum móð
þakklætis hátíð vöndum,
að enn nú lifir þitt eðlis-blóð
þó ótal mætt hafi gröndum.
8. Máttu svo sýna þess merkin góð
mínum systra-löndum
að meta kunnirðu þig sem þjóð
þó þjökuð sjertu í böndum.
9. Já þú ert í böndum og þjer er gramt,
því verður gleðin minni,
en elsku dóllir! ei máttu samt
afneyta meðvitund þinni.
10. tú átt að sýna það á mjer
þrátt fyrir alla hlekki,
að jeg með systrunum systir er
en smánarleg ambátt ekki.
11. Örvænt ei, þjóð mín! en þolgeð haf,
þroskastu sannleiks krapti,
dróminn hlýtur að hrökkva þjer af
þá hann vill er sólina skapli.
12. Faðir þinn gamli var hetja hraust
og hræddist ei framtíð dulda
sitt í einfeldni setti hann traust
á sólar skaparan hulda.
13. Hinn sami er ætíð athvarf mjer
svo afbar eg hríðir kífsins,
hálfdauðri margopt hann hefir þjer
hjálpað aptur til lífsins.
14. ÍN'í er þjer skyldugt að Pjóðhcítíð
þakklát og vongóð haldir;
sjálfri þjer annars seturðu níð
er svívirðir þig um aidir.
15. Veit jeg það dóltir þig vantar fje,
að vexti þú stakk mátt sníða
þó hátíðin okkar í smáum stýl sje
samt má hún allvel hlýða.
16. En legðu hjer þína alúð á
ei láttu viljann þrjóta
afmælishátíðin þín mun þá
með þjóðunum gott orð hljóta.
17. Því slíkt er samboðið sóma þín,—•
og sóma berðu með þjóðum
þú drepur ei, vona jeg, dóttir mín!
dýrgrip niður svo góðum.
18. Opinberlega það öllum sýn
að alföður lof vilt róma,
að helg er þjer forntíðar-minning mín,
og meturðu þjóðar sóma.
19. H mun þjer himnesk hamingja fest,
og heillum blómgað góðum
frelsið þá aptur smámsaman sezt
að sínum fornu slóðum».
— Fyrir skömmu síðan var skýrt frá því í ut-
lenzkum búnaðarritum, að hygginn og reyndurbú-
maður í Belgíu hefði fundið ráð til þess, að láta
eptir vild sinni, kýr sínar fá tarfkálfa eða kvígu-
kálfa. Aðferðin er mjög einföld, og einungis inni-
falin í því að láta kúna vera ómjólkaða þegar henni
er haldið, ef maður vill að hún eigi kvígukálf, en
vilji maður að hún eigi tarfkálf, þá er hún mjólk-
uð vandlega rjett áðnr en henni er haldið. Nokk-
urra ára reynsla skal hafa staðfest þetta, þó und-
aregt þyki, og segja skýrzlur um þetta, að hafi
reglunni verið fylgt rjett, þá hafi aldrei brugðist,
að menn gætu látið hverja kúeigakálf af því kyni,
sem maður helzt vildi, svo að kýr sem ætíð höfðu
átt tarfkálfa áður, hafl ekki einungis átt kvígu kálfa
eptir þetta> heldur að þessar kvígur hafl orðið
beztu mjólkur kýr. Útlendir búmenn hafa opt og ein-
att búið sjer til töfluform, yfir það sem kýr þeirra
hafa mjólkað um árið, og ættu því búmenn vorir að
fylgja þeim í því, því það væri bæði nytsamt og
fróðlegt, ef hver bóndi Ijeti jafnaðarlega mæla
mjólk úr hverri kú sinni, og ritaði það hjá sjer
til minnis, svo glögglega yrði sjeð hvað mik-