Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 4
68 mjólk í mat» svo skammlaust sje, en að það kunni að brodera, og búa til sætsúpur o. s. frv., þótt það sje óneitanlega golt, að kunna það einnig. Jeg hef að vísu heyrt þau mótmæli gegn þessu, «að sveitakvennfólkið geti lært ullarvinnu og mjólk- ur- og kjötmatar tilbúninginn heima í sveitinni», en jeg hef líka heyrt einmitt eptir þessum sömu frúm, að þær kvarti sáran um, «hvað smjörið sje þrátt, og mjólkin súr, og kæfan úldin», einmitt þegar þær eru að verzla við sveitamennina. Mundi kvennfólki því, er í sveit býr, eigi gagnlegra að kunna að tilbúa þessa mötu skammlaust en að kunna «flleringuna»? Jeg fæ eigi betur sjeð, hversu hlutdrægnis- laust sem jeg leitast við að líta á mál þetta, en að skóli þessi í Reykjavík með hinu fyrir- hugaða fyrirkom ulagi, verði að mjög litlum notum, nema eingöngu fyrir þá kvennmenn, er ætla að ala allan aldur sinn í kaupstöðum. Fyrir- komulag það er stungið heflr verið npp á áður, er alútlenzkt, (helzt danskt, og af dönskum tog- um spunnið) og mun eingöngu gjöra kvennfólk hæfilegt til að lifa í kaupstað, eða hafa ofan af fyrir sjer með skraddarasaum eða handfítli o. fl. þesskonar, en slikir atvinnnvegir eru fáir á þessu landi. Jeg verð því að álíta að þessi kvennaskóli í Reykjavík hljóti að verða gagnslítill fyrir landið í heild þess. Til þess að almenningur haíi gagn af skólanum, verða hinar ungu stúlkur að geta lært að gæta heimilis og stjórna því, þær verða að iðka sig í stjórnsemi, umhyggjusemi, þrifnaði, matar- gjörð, helzt þess matar, er landið gefur af sjer. Til þess þarf skólinn að kaupa stóra jörð (t. a. m. Yiðey, Elliðavatn, Reykhóla, Reynistað). Þar ælti að halda stórkostlegt bú, og skyldu skólastúlkur læra þar ullarvinnu-tilbúning og hirðingu íslenzks matar, einnig skyldu þær skiptast á um að gegna húsmóðurstörfum, allt undir umsjón settra kenn- enda; enn fremur skyldi kenna þar hannyrðir og fagrar kvennlistir yflr höfuð; þá skyldi og kenna stúlkunum einhverjar útlenzkar tungur, sem nauð- synlegar þætti, yfirlit yfir landafræði, almenna sögu, og einkum og allrahelzt, hið almennasta úr eðlis- fræði (Physik), samt yfirlit yfir dýrafræði, grasa- fræði og steinafræði. Þettaeða þvílíkt fyrirkomulag hygg jeg að ætti að vera á kvennaskólanum, ef hann á að verða að verulegum notum; i Reylcjavík verður hann ávalit óþjóðlegur og gagnslítill, þar eð þar vantar allt það, er með þarf, nema ef til vill suma af kenn- endunum; í kennaravalinu er þó bezt að fara var- lega, því það væri gagnlítið að stofna skólann, ef kennendurnir misheppnuðust, og hætt er þó við því, ef ógætilega væru valdar Reykjavíkurfrúrnar, þótt nokkrar þeirra teljist ágætiskonur. Þær konur er fyrir þessu fyrirtæki standa eru mjög lofsverðar fyrir áhuga sinn; en þótt hugmynd sú sje óþjóð- leg og ópraktisk er fyrirkomulagi skólans á að ráða, eptir því sem hingað til hefir sýnt sig, er eðlilegt, þar sem danskar konur, er lílið sem ekk- ert þekkja til þjóðlífs vors (Tliora Melsteð og Olufa Finsen) munu ráða miklu í þessu efni, og er því ólíklegt að þeim takist betur, en ef íslenzkar sveitakonur ætluðu sjer að stofna kvennaskóla í Kaupmannahöfu handa dönsku kvennfólki. Hitt gegnir meiri furðu, að Páll Melsteð, reyndur og greyndur íslendingur, skuli eigi gefa því betur gætur, að kvennaskólinn þarf að vera þjóðleg og praktisk stofnun. Það er dugnaður í verklega stefnu, sem oss skortir svo afartilfinnanlega, og úr þessu eiga menn að láta sjer annt um að bæta. Að þetta, sem vjer höfum sagt um hinn fyrirhug- aða kvennaskóla, sje álit landsmanna yfir höfuð, sýnir sig í því, hve örfáir menn á landi hjer vilja styrkja þelta fyrirtæki. Útlendingum geðjast aptur á mót betur að stofnuninni, sem vonlegt er, þar eð hún er áformuð í alútlendu sniði, er hjer á ekki við, þeir styrkja því fyrirtæki þelta drjúgum. Jeg vil að síðustu ráða stofnendum skólans til að bíða heldur, og reyna hið hjer ráðlagða fyrirkomu- lag, og jeg efast ekki um, að laudsmenn mundu þá gefa ómælt til þessarar fögru stofnunar. Að það verði svo miklu dýrara að kaupa jörð og bú, mun áhugi landsmanna þá bæta upp. Að öðru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.