Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1873, Blaðsíða 3
67 Jeg ætlaða hjer sjerílagi að tala um kvenna- skóla þann, er fyrirhugað er að stofna í Reykjavík. |>egar byrjað var fyrst að ræða opinberlega nm mál þetta, hugsaði jeg, að dagblöð vor mundu koma með margar og fræðandi ritgjörðir þess efnis, að leiðbeina stofnendum skólans í því, hvernig lionum mundi bezt verða hagað, en þessar vonir mínar hafa að mestu brugðist; að vísu hafa blöð- in minnst á þetta fyrirtæki, en alls ekki eins og við mátti búast, og hefir «Norðanfari» nýlega flutt oss að voru áliti fremur illgjarna grein um það, og lítur höfundurin allt of mjög á skuggahliðarnar, þótt hann í sumu hitti mjög heppilega höggstað- ina á hinum «dansksálaða» flokki í Reykjavík og þeim vanskapaða danska eða franska borgar- lífsbrag, sem eins og margt annað reynist að fara lakar hjá þeim sem eptir hermir. (Það er vitaskuld, að þetta er eigi sagt til þeirra manna hjer sem stuðla að framförum og frjálslegri menntun í sem þjóðlegasta og hagkvæmasta stefnu). Vegna þessa viljeg fara fáum orðum um hinn tilvonandi kvenna- skóla, og það því fremur, sem hinar menntuðustu þjóðir nú á dögum stunda mjög menntun kvenn- anna, og kannastvið, að hún að undanförnu hefir verið allt of lítil. Jeg skal ekki lengja mál mitt með ítarlegri sönnun þess, að kvennaskóli sje nauðsynlegur á þessu landi, því jeg þykist vita fyrir víst, að allir sjeu samdóma um að svo sje. Hitt atriðið er meira áríðandi að hugsa vand- lega um, að til þess að kvennaskólin verði að til- ætluðum notum, verður fyrirkomulag hans að sam- svara tilgangi þeim, er hann á að hafa. Nú er aðgætandi, að sá er tilgangur hvers skóla að und- irbúa hinn einstaka mann undir lífsstöðu hans, að hann reynist nýtur maður í mannfjelaginu. í sum- um skólum er það kennt, er hver nýtur mannfje- lags-borgari f hverri stöðu sem er, þarf að vita, þannig eru barnaskólar, alþýðuskólar, og gagnvís- indaskólar; í öðrum skólum nema menn viss vís- indi, er nauðsynleg eru að vita, til undirbúnings undir vissar sjerstakar stöður í mannfjelaginu, má til þess nefna lærða skóla og embættismannaskóla. f>e gar þessa er gætt, þá sjest af því, að sá ertil- gangur í s 1 e n z k s kvennaskóla, að uppala unga í s 1 e n z k a kvennmenn, og gjöra þá að nýtum kon- um í íslenzku þjóðfjelagi. tað er ekki meira en sanngjarnt þótt jeg krefjist þessa, því svo sem al- þýðu-skólar og gagnvfsindaskólar skulu veita manni næga kunnáttu til að takast á hendur heiðarlegt lífsstarf, og gæta þess sem nýtur maður, svo skal íslenzkur kvennaskóli geta veitt hverri konu næga kunnáttu til að standa sem nýt kona í kvennlegri stöðu á í s 1 a n d i, hvort sem fyrir henni kann að liggja að verða hússmóðir eða þerna í sveit eða við sjó. Sje eigi á tilhlýðilegan hátt tekið tillit til þessa, álít jeg stofnunina alveg misheppnaða. En athugið þið nú landar góðir, hvort þannig lagaður skóli muni fram koma, þótt Reykjavíkur- skólinn verði stofnaður. Eptir því sem hingað til heör heyrst frá stofnendum hans, mun helzt eiga að kenna þar hannyrðir (baldíring, bródering, fíl- ering skattering etc elc) ennfremur eitthvað flanda- fræði, dönsku og ensku, og skólinn mun eiga að standa í Reykjavík. Hvornig lýzt ykkur nú á land- ar mínir, að láta í þennan skóla 13 vetra gamla stúlku, hafa hana þar í 3 ár, og gipta hana síð- an burtu til forstöðu sveitaheimilis? Jeg fyrirmitt leyti hygg, að bústjórn hennar færi f mesta ólestri. t*að kann að vísu eitthvað úr að bæta, að stúlk- urnar eiga að halda hreinum herbergjum sfnum, og þvo föt sín, og enn fremur að elda mat á stundum. — En þótt þær hjeldu hreinum her- bergjum sínum, hygg jeg þær litlu nær til að sjá um að hreinlæti sje í öllu viðhaft á heimili, þar sem atlt önnur búsgögn eru viðhöfð, og allt önn- ur efni, er passa þarf og halda hreinum, einsmun hinn reykjavíkanski matartilbúningur verða ónógur handa sveitakonum, er verða að kunna að tilbúa matinn úr allt öðru efni en því er hægt væri að hafa í Reykjavík. (það er allt annað að búa til sætsúpugutl og búðinga, heldur en smjör, osta, skyr og allskonar kjötmeti o. s. frv.) í>að er með öðrum orðum, mjer þykir eigi síður áríð- andi að kvennfólkið læri »að koma ull í fat og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.