Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 1
Rannsóknir byggðaleifa upp frá Hrunamannahreppi sumarið 1895. Eptir Brynjúlf Jónsson. ---5K--- í jarðabók Árna Magnússonar og í jarðatali Johnsens er getið eigi allfárra eyðijarða upp frá Hrunamannahreppi, sem sagt er að byggðar hafi verið áður, og sem munnmæli segja að eyðilagst hafi f Svartadauða. Bæjarnöfnin haldast enn, sem örnefni. í sumar (1895) skoðaði jeg þessa staði fyrir fornleifafjelag- ið, og fjekk mjer til fylgdar Snorra Jónsson 1 Skrautási, fróðan mann og hinn kunnugasta á þeim stöðum. Stóð sú skoðun yfir í 11 daga samtals, því svæðið er víðlent og liggur sumpart á Flóamanna-afrjetti, sumpart á Hrunamanna afrjetti; og auk þess eru á tveim stöðum bæjarleifar á Biskupstungna-afrjetti í Hvít- árnesi, sem jeg skoðaði líka. Eftir þessu skipti jeg lýsingu stað- anna í þrjá kafla. 1. kafli. Rannsókn á Flóamanna-afrjetti. Sú byggð, sem hjer er um að ræða, hefir legið inn með Stóru Laxá austanmegin, inn frá Laxárdal — sem er eini bær- inn í Hrunamannahreppi er liggur austan Laxár — verður þar dalur inn með ánni, og eru Hörgshoits- Kaldbaks- og Hruna- krókslönd í honum vestanmegin hennar, en Laxárdalsland aust- anmegin og eyðijarðalöndinyínn frá því. Borg heflr heitið sá bærinn, sem næstur var Laxárdal, og liggur það land nú undir þá jörð. Eru þar fjárhús, og því eigi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.