Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 34
34 visi en i raun og veru er. Mönnum heíir t. a. m. orðið hjal- drjúgt um ferð Flosa til brennunnar, eins og Njála segir frá henni. En allt sem þar við er athugavert, er auðsjáanlega sprott- ið af þvi, að söguritarinn hefir eigi sjálfur sjeð svæðið, sem Flosi fór um, en gert sjer hugmynd um það eftir lýsingu, ef til vill ógreinilegri. Fiskivötn t. a. m., sem hann getur um, munu ann- aðhvort vera vötnin á Landmanna-afrjetti, eða Veiðivötn fyrir norðan Tungnaá. Hann hefir heyrt þeirra getið norður á fjöll- um; en af ókunnugleik hugsar hann sjer svæðið miklu minna en það er, og heldur, að vötnin sjeu svo nærri leið Flosa, að eigi megi sleppa að geta þeirra. Þó grunar hann, að þau muni lengra burt en svo, að Flosi hafi komið alveg að þeim; því þykir hon- um vissara að bæta við: »ok riðu nokkuru fyrir vestan vötuin«. A þessu sjest, hve samvizkusamur hann er. Hitt hefir hann sízt grunað, að vötnin gæti legið svo langt fyrir norðan leið Flosa, sem raunar er, um hvor vötnin sem ræða er. Sama er að segja um Goðaland: Hann hefir heyrt, að það væri á leiðinni þá, er farið væri um Þórsmörk upp á Fjailabaksveg, og hann hefir vit- að, að það var leiðin, sem Sigfússynir fóru; svo gengur hann' út frá því sem sjálfsögðu, að Flosi haíi hlotið að fara sömu leið að öllu leyti. Hitt er honum dulið, sem kunnugir vita, að þegar komið er austan Fjallbaksveg (hinn syðra) og ferðinni heitið á Þríhyrningsháls, þá liggur beint við að fara fyrir norðan Tinda- fjöll (sem nú er vegurinn). En til þess að ekki yrði við ferðina vart, þurfti ekki annað en víkja af veginum fyrir ofan Lamba- dal, norðvestan Tindafjalla, og fara eptir hálendinu fyrir ofan byggðina, þar til komið var á Þríbyrningsháls. Kunnugir geta varla annað ætlað, en að Flosi hafi þá leið farið. Þá er líka auðskilið, hvað honum gekk til að velja Þríhyrningsháls fyrir samkomustað; en ef hann hefði farið ofan í Goðaland, þá er það mjög úr leið og meiri tímatöf en svo, að skiljanlegt sje. En þótt »krítikin« geti slegið því föstu, að Flosi hafi ekki farið nálægt Fiskivötnum cg ekki um Goðaland, er hann fór til brennunnar, þá hefir slíkt engin áhrif á áreiðanleik sögunnar, því síður sem hitt er ekki að efa, að einn flokkur þeirra, sem leituðu eftir brennumönnum, hefir farið Goðalandsleiðina upp á Fjallbaksveg hinn syðra, og annar til Fiskivatna, því hugsanlegt gat þótt, að brennumenn hefði leitað þar hælis í bráðina. Víðar bregður því fyrir í Njálu, að söguritarinn virðist vera ókunnugur. Það er t. a. m. ekki annað að sjá, en að hann ætli, að Gunnar hafi átt leið upp með Rangá, er hann fór heim neðan úr eyjum (Móeið- arhvolseyjum). Að minnsta kosti er ekki getið um neitt sjer-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.