Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 16
16
um, litlu neðar en móts við Hafradal. Þar er nú tóft kotsins, en
allar aðrar byggðarleifar horínar.
Hurdarbak á að hafa verið í hvarfi litlu skammt fyrir
innan Borg. Þar sjást engar rústir, og mun gil hafa sljettað yf-
ir þær.
Torfastadir er óvíst hvar verið hafa. Jón hafði ekki heyrt
nein munnmæli um það. Mjer kom í hug að gizka á, að þeirhafi
staðið sunnau undir svo nefudum Rauðhól. Það er grjóthóll úr
mórauðu biecciu-grjóti, sem skagar austur 1 dalinn innarlega
úr hlíðinni sem er fyrir innan Hafradal. Meðan allar hlíðar voru
grónar og skógi vaxnar, hefir þar verið einna fegurst í dalnum,
og líklegt að landnámsmaðurinn hafi þar byggt. Sennilegt er
líka, að Torfastadir sje sama bæjarnafn sem Torfhvalastaðir, sem
víst er eitthvað aíbakað. Verið getur að bærinn hafi ýmist ver-
ið nefndur Torfastaðir eða Torfahváll (hafi hann staðið við hól-
inn); hafi svo sögurítarinn, eða þó heldur einhver atskrifari, mis-
ritað: «Tórfhvalastöðúm« í staðinn fyrir: »Toríahváli eða Torfastöð-
um«. Um þetta verður ekkert fuliyrt.
Sópandi á að hafa verið undir múlanum milli Sópandaskarðs,
— er liggur norður úr dalnum, — og Víðdals, er liggur austur
úr norðurenda hans. Lækur kemur þar ofan úr Sópandaskarði
um gljúfur djúpt, og er líklegt að bærinn hafi verið þar nálægt
sem lækurinn kemur. fram úr gljúfrinu. Nákvæmar erekkihægt
að gizka á það. Þó segja Hörðdælir, að Sópaudi hafi staðið und-
ir Þrúðutelli, uppi í skaiðinu; en það er ólíklegra, og sjást held-
ur engin merki.
11. Sanddalui*.
Svo segir Landnáma, II. 3., »Örn enn gamli nam Sanddal
ok Mjóvadal ok svá Norðrárdal« .... Sanddalur liggur til norð-
urs út úr Norðurárdal spölkorni fyrir innan Hvamm. Þar eru
nú 3 bæir utarlega í dalnum; en þaðan liggur hann afarlangt til
norðurs, og i r sagt að áður hafi verið byggð inni í honum. Eru
nefndir 2 bæir: Ormarstaðir og Ljósbleiksstaðir. Þeirra er get-
ið í jarðabók Arna Magnússonar, og þeir eru sýndir sinn undir
hvorum múla innan til 1 miðjum dalnum. Þar eru nú upphækk-
uð þúfnabörð, sem bæirnir hafa verið og jörð er þar grænni en
annarstaðar. Mjóidalur liggur útnorður úr Sanddal. Þar hjet
býli Brandarkot. Þangað fór jeg ekki. — Ennfremur segja munn-
mæli að i Sanddal bafi verið Óttarstaðir, Þar sem Ottar bjó faðir