Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 19
Fornleifar á Fellströnd skoðaðar aí' Brynjúlfi Jónssyni sumarið 1895. ----NS-- Þann 1. ágúst 1895 fór jeg frá Hvammi i Hvamrassveit út á Fellströnd, til að skoða þar fornleifar. Sjera Kjartan Helga- son í Hvammi fór með mjer, og fjekk hann okkur til fylgdar Jónas bónda Jónsson í Skógum, sem bæði er manna kunnug- astur á þeim stöðum sem skoða skyldi og hneigður fyrir fornan fróðleik. Svo segir í Landnámu, 2. P. 19. kap.: »Ljótólfr hét maðr, honum gaf Kjallakr bustað á Ljótólfsstöðum inn frá Kaldakinn. Hans synir varu þeir Þorsteinn ok Björn ok Hrafsi . . . Þeir réðust út f Fellskóga á Ljótólfsstaði ok Vifill vin þeirra, hann bjó á Vífilsstóftum .... »Svo er að sjá af þessu, að Ljótólfur hafi fyrst búið innst á ströndinni fyrir innan Köldukinn, og hafi hann tekið sig upp þaðan er synir hans voru vaxnir, og flutt byggð sína á Ljótólfsstaði f Fellsskógum. Rúst þess bæjar sjest enn, og heita þar enn Ljótólfsstaðir. — Mun það sama eyðibýlið sem jarðabók Á. M. nefnir »Ljótarstaði«. — En eftir Ljótólfsstaði fyrir innan Köldukinn eru engin merki, hvorki rústir nje örnefni. Ljótólfsstaðir eru í Staðarfellslandi, rjett austur við landamerkin, og er skammt þaðan austur að Skógum. Bærinn (sjá 4. mynd) hefir staðið undir lítilli brekku, góðum spotta upp frá sjó. Lág- ur ás er fyrir ofan brekkuna. Fagurt er þar og landið skógi vaxið. Austast undir brekkunni, laust fyrir neðan hana, eru tvær tóftir saman (b), hin eystri lengri upp að brekkunni, og dýpri, en nokkuð mjórri, hjer um bil 4 fðm. löng og3fðm. breið 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.