Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 2
2
um rústir að ræða. Sagt er, að Skálholtsstaður hafi fyrrum haft
þar sauðagöngu, og hafl þar verið »borg« handa sauðunum að
flýja í þá er eigi var ástöðuveður. Síðan hafi þar verið gjörður
bær og kallaður Borg eftir sauðaborginni. Þar var byggð fram
undir, — ef ekki fram yfir — síðustu aldamót.
Miðfell var „meðal bæjarleið innar. Þar er einstakt fell, lit-
ið um sig og snarbratt. Sunnanundir því er lækur, sem rennur
fast við það og norður með þvf að vestan. Hinum megin við
hann sjer fyrir óglöggum rústum á flötum móa, og öðrum dálítið
glöggvari á ávölum bala litlu neðar. Þessar neðri glöggvari rúst-
ir hafa útlit til að vera af fjósi og heygarði. Má af því ráða að
hitt muni bæjarrústin, þó það sjáist eigi gjörla.
Leikvöllur heitir þar nokkru innar. Það er flatlent svæði,
allstórt en mestallt uppblásið. Innst í því er lítið fell, sem heit-
ir Leikfell. Það er og blásið. Sunnan í þvi eða heldur sunnan-
við það liggja lausir steinar á raoldarbing, sem sýnir að þar
hefir bygging verið, sem nú sjer eigi annað eftir af, og hverfur
alveg eftir því sem moldin blæs burtu. Má vera að hjer hafi
verið bærinn Arnórsstaðir, sem jarðabækur nefna, því á hann
verður ekki visað annarstaðar, og nafn hans er týnt úr minni
manna. — Skammt frá Leikfelli, fram á sijettunni, er lítill grjót-
ás og vottar iyrir garðlagi úr grjóti suðvestanundir honum, er
virðist hafa haft horn til beggja enda og beygzt inn með ásnum
þó nú sjáist ekki svo mikið eftir af því, að neitt verði fullyrt
um það. Svo mikið má þó telja vist, að meðan hjer var óblás-
in jörð, hefir grjótás þessi verið einstakur grashóll. Hefir hann
þá verið vel fallin sjónarhæð fyrir áhorfendur, er leikið var á
Leikvelli og mætti vera, að garður hafi verið gerður ura hólinn
í því skyni, og sje þetta steinalag leifar af honum.
Grímstaðir neðri hafa verið vestan i hlíðinni gagnvart Hruna-
krók. Þar er enn graslendi, og heldur það nafninu »Grímstaðir«,
Eiginlegar rústir sjást þar ekki; en fyrir garðlagi sjer, sem mynd-
ar krók eða horn, ofantil við dálitið hæðarbarð. Er liklegast, að
bæjarrústin sje niður sokkin í því hæðarbarði. Þó rerður það
ekki fullyrt, og getur eins vel verið, að gil hafi grafið rústina
burtu, því gilrásir eru fleiri en ein á því svæði. — Rjett fyrir
innan neðri Grímsstaðl rennur á sú í Laxá, er Kiljansá heitir —
líklega kennd við írskt mannsnaín, sumir nefna hana raunar
»Skillandsá«, en hitt er án efarjettara, þvi langt upp með henni
á Flómanna afrjetti heita »Kiljansfitar«, og er því örnefni aldrei
breytt. Hjá Grímsstöðum kemur áin ofan af hæðum og er þar í