Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 4
hvergi. Munu kýr hafa verið fáar og hafðar, ef til villibænura
fyrir innan dyrnar öðru megin. Hitt er lika mögulegt, að kýr
hafl þar eigi verið hafðar, en búið að eintómu sauðfje. Þó mun
það búskaparlag hafa verið sjaldgæft til forna.
Búbartunga hefir verið fyrir vestan ána, i oddanum milli
ánna. Þar heitir enn Búðartunga, og liggja fjallmenn þar með
safnið á haustum. Er þar girðing fyrir ofan græna flöt, sljetta og
mjög fagra. Fyrir rústunum sjest að eins ávöl bunga; þó er rof
á henni öðrum megin, og sjest þar á steinalög, er sýna, að þar
hefir byggð verið. Fyrir ofan girðinguna er grjótrjettarbrot, ef
til vill frá seinni öldum og hlaðin af fjallmönnum, er oft þurfa
að ná dilkum til að marka þá. Báðir þessir bæir munu hafa
staðið fram á steinni aldir. Ræð jeg það einkum af húsaskip-
uninni á Búðarárbakka; svo og má líta til þess, að þeir hafa
verið byggðinni næstir.
Rógshólar hafa verið langri bæjarleið norðar. Þar rennur
í Hvitá árspræna, er Stangará heitir. Kemur hún þar úr norð-
urátt, og myndar nes allmikið milli sin og Hvítár áður þær koma
saman. Þar eru smáhólar austanvert við ána, móts við nesið.
Eru sumir þeirra að blása upp, og hefir fyrir löngu komið þar í
ljós rúst allmikil sem nú hefir þó misst alla lögun, og er orðin
að grjótbreiðu. Þar fann jeg steinsnúð, snælduhnokka úr eyri,
brýni og fáeina nagla. Mun jeg láta það áforngripasafnið1. — Hól-
arnir halda enn nafninu og er kennd við þá mýri sem þar er
nærri.
Stangarnes hefir án efa staðið í nesi þvi, er áður er getið
að árnar myndi milli sín, og enn heitir Stangarnes. Það er blás-
ið, og er grjótás mikill eftir því endilöngu. Engin rúst sjest þar
en útlit er fyrir að áin hafi brotið burtu talsvert undirlendi
austanmegin nessins, móts við Rógshóla, þar sem einmitt er lik-
legast að bærinn hafi verið.
Mörþúfur heita enn nokkuð langt upp með Stangará að
vestanverðu. Þar er hæð fyrir vestan hana, sem er áframhald
af ásnum, er gengur fram i Stangarnes. Mörþúfur voru á undir-
irlendi austanundir hæðinni við ána. Muna miðaldramenn eftir,
að undirlendið var allbreitt og á því margar tóftir. — Snorri
Jónsson taldi þar 7 tóftir fyrir hjer um bil 10 árum. — En svo
tók áin að brjóta undiriendið, er möl hatði borizt í farveg henn-
gar, o heldur hún því enn áfram. Fyrir 4 árum sáust þar þó
enn 2 tóftir; en nú sáust að eins litlar leifar af einum vegg, og
1) Þessir hlutir eru nú Nr. 4149—62 í forngripasafninu,