Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 6
6
íngar, sern að nokkru leyti er aflöguð, svo eigi sjest, hvort hún
heflr verið áföst við bæinn eða laus frá honum. Nokkuð af henni
er þó á klöpp, og hafa þar verið notaðir stærri steinar í bygg-
inguna en títt er að sjá. Norður og vestur af rústinni eru 3 eða
4 hverastæði sem nú eru þornuð. Hið vestasta er stærst. Hjá
þvi er grastorfa sem eun er eigi alveg afblásin, og heflr jarðveg-
ur verið nokkuð þykkur. Kringum hverastæðin eru stórir blá-
grýtissteinar, og eru þeir ummyndaðir og breyttir í hverahrúður
á þá hlið er að hvernum veit. Norðanvert við hverastæðin er
önnur klöpp, hærri en hin. Á henni sjest að tóft heflr verið,
byggð úr stórgrýti, en þó er nokkuð af grjótinu svo fært úr lagi
að stærðin verður ekki nákvæmlega ákveðin. Þó fer nærri að
hún hafi verið 8 faðma löng frá austri til vesturs og 8 feta breið.
Sje það rjett, sem sagt er, að hjer hafi verið kirkjustaður, þá er
ekki óliklegt, að þetta hafl verið kirkjan. Jeg þóttist jafnvel sjá
til kirkjugarðs sumstaðar utan á klöppinni; þori þó ekki að full-
yrða, að það hafi verið mannnverk. Túngarðsspottar sáust tveir
annar suður og vestur af bæ.ium, hinn suður at' kirkjunni, og
beygðust hvor á móti öðrum, raiðhlutinn hvarf í sandinn. Túnið
hefir eigi verið alllítið, eftir garðinum að dæma. Suður frá bæn-
um er lítil tóft föst við túngarðinn. — Nafnið »Laugahvammar«
er einkennilegt. Þar er enginn hvammur eða hvammmyndun.
Þó er það líklega hið rjetta nafn bæjarins, því allt svæðið kall-
ast enn í dag »í Hvömmunum«; en þar er enginn hvammurnein-
staðar, og hlýtur því hið forna bæjarnafn að liggja þar til grund-
vallar. Er þess að gæta, að nú er jarðvegurinn burtu, en með-
an hann var, hefir iandslagið kringum bæinn verið meira eða
minna frábrugðið því sem nú er. Á klöppum þeim sem bærinn
og kirkjan (?) hafa staðið á, hefir þá verið þykkur jarðvegur;
þar hafa verið flatir hólar. Milli þeirra hefir þá líklega legið
þykk jarðvegarbrún ofan við hverastæðin, en um þau hefir lík-
lega verið lægð, er myndað hefir smá hvamma inn í þessa brún,
upp af efstu hvera-augunum. Af öðru en slíkum smáhvömmum
getur nafnið naumast verið dregið.
Djáknadyngja verður hjer að nefnast. Svo heitir nú hæða-
búnga mikil og víðlend austanmegin Stangarár, móts við Mörþúf-
ur og Laugahvamma og Þórarinsstaði. Þar er sagt að heitið hafi
Djdlcnadys á einhverjum stað; er sagt að djákninn sem þessi ör-
nefni eru kennd við, hafi haft þar smiðju sína, og loks látið jarða
sig þar. Menn, sem dáið hafa í mínu minni, eru nefndir til þess
að hafa fundið ýmsa hluti af málmi í Djáknadysi, og hafa þá,
ef satt er, sjálfsagt eyðilagt þá hluti. Nú þykist enginn, sem jeg