Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 9
9
þeim, sera nú er bent á sem rústir, eða annarstaðar á sama nef-
inu, sem allt er stórþýft, og þó einkum efst, með endiiangri brún
þeirri (d), er liggum þvert yfir ofanvert nefið. Þar fyrir ofan er
melur, sem er að gróa upp. Þaðan hlýtur að síga æði mikill
vatnsagi á vorin, meðan á klaka stendur, við það myndast smám-
jaman nokkurskonar hrukkur á jarðveginum undir brúninni, með-
an vatnið er að ná rás í burtu. Þannig mun stórþýfið undir
brúninni myndað og eru hinir áður nefndu mosahryggir vestastir
þeirra. Jeg kannaði þar viða með teini og varð hvergi var við
stein. Enda var ekki dýpra en s/4 al. niður að klaka — það
var í lok júnímánaðar — gat því eigi verið um uppgröft að
ræða.
Grjótártunga heitir þar, sem Grjótá og Hvítá koma sanmn.
Er sú tunga allvíðlend; en fremst í henni, við Hvítá, á bærinn
að hafa verið. Nú á dögum er þó enginn, sem getur vísað þar
á rústir, og eigi sáum við nein veruleg líkindi til rústa, og gerð-
um þó tvær alvarlegar tilraunir að leita þeirra. Samskonar
stórþýfi sem á Hrafntóftum sáum við þar raunar; en of mikið
var af því til þess, að ætla megi, að þeir, sem á dögum Árna
Magnússonar þóttust hafa sjeð þar rúst, hafi ætlað slikt stórþýfi
vera tóftir. Sennilegra þykir mjer, að þeir hafi tekið dálítinn
uppgróinn skriðuruðning, sem er í fögrum hvammi fremst í nes-
inu, fyrir samvaxna tóftabungu. En hjer er sama að segja, sem
um Hrafntóftir. Rúst getur verið uiðursokkin undir stórþýfi á ein-
um eða öðrum stað, án þess á það verði gizkað.
Hrísalœkir eru upp með Hvitá langan spöl norður frá Grjót-
ártungu. Það er mýrarfláki og hæðir í kring nema þar er að
ánni veit. Þar rennur i hana lækur, er verður af mörgurn smá-
lækjum úr mýrlendinu og hæðunum í kring. Þar er víða sams-
konar samansigið stórþýfi, sem lýst er í Hrafntóftum; en rústir
eða leifar mannaverka sjást ekki. Enda hafa menn, jafnvel á
dögum Árna Magnússonar, dregið í efa að bær hafi þar verið.
Fosslœkjartungur eru við Fosslæk. Sá lækur kemur úr
norðri í Grjótá góðum kipp innar en á móts við Hrafntóftaver.
Tungurnar eru innanvert við lækinn. Þær eru norðast og liggja
hæst af þeim fjórum stöðum sem hjer eru siðast taldir. Þó virt-
ist mjer þær einna fegursti og byggilegasti staðurinn af þeim,
einkum þar í kring sem nú er sæluhús. Engar sjást þar
rústir; en talsvert er þar af stórþýfi,. eins og á hinum áðurtöldu
stöðum. Jeg get ekki borið á móti því, að mjer þætti sennileg-
ast, að á engum þessara fjögra siðasttöldu staða heiði bær verið.
?