Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 11
11
HrÓkur. Þetta þótti mjer sennilegt. Og enn finn jeg ekki aðra
skýringu nafnsins jafn sennilega. Því þó ífroí;s-natnið sje fátitt,
þá er svo um fleiri nöfn. Og þó það kunni að standa i sam-
bandi við skdktaflið, þá þarf nafnið ekki að vera lánað þaðan í
fyrstu; Það getur hafa verið fært yfir á taflmanninn (»Rokerus«)
vegna líkingar, eu vgrið til sem mannsnafn dður.
Br. J.
Mannsnafnið HróJcr kemur, eins og kunnugt er, oft firir i
Fornaldarsögum (sbr. einnig þátt Q-eirmundar heljarskinns k. 2
aftast, i Sturl.), og get jeg ekki sjeð neitt því til firirstöðu, að
þetta mannsnafn sje gamalt En ekki held jeg, að það sje leitt
af hrók í skáktafli, heldur af fuglsheitinu hrókr (corvus frugilegus).
Fuglanöfn eru alltið mannaheiti, einkum nöfn ránfugla og hrafn-
kinjaðra fugla (t. d. Örn, Haukr, Hrafn, Svanr, Gaukr o. s. frv.
Hitt er annað mál, hvort bæjarnafnið »Rógshólar« er kent
við mannsnafnið Hrókr eða ekki. Afleiðsla slikra örnefna er
mjög óviss, þegar menn hafa ekki gömul handrit til hliðsjónar,
er síni hina elstu mind nafnsins. Jeg neita því ekki, að bæjar-
natn þetta geti verið dregið af mannsnafninu Hrókr, enn varleg-
ast er að halda sjer við þá mind orðsins, sem það hefur nú
í dagiegu máli (o: Rógshólar), og láta upprunann liggja á milli
hluta.
B. M. ólsen,
3. kafli. Rannsókn á Bisbnpstungna-afrjetti
(innan Hvitár).
Jökulkvísl heitir á sú, er skilur Hrunamanna-afrjett frá
Biskupstungna-afrjetti innan Hvítár. Sú kvfsl kemur úr Blá-
gnýpujökli og rennur í Hvítá nokkuð langt fyrir sunnan Hvítár-
vatn. Kvíslin er vatnsmikil og hefir stóran farveg. Mun hún,
ásamt Hvítá, upphaflega hafa geflð tilefni til örnefnisins: Hvítdr-
nes, mun allt svæðið, sem þær afmarka, hafa heitið svo einu
nafni, þó nú sje ekki annað skilið undir þvi nafni, en sljettan
upp frá Hvítárvatni fyrir innan Tjarná. En Tjarná myndar ekk-
ert eiginlegt nes, og er oflítil spræna til þess, að svo stórt svæði
fái »nes« nafn af henni. Sama er að segja um Svartá, sem
rennur í Hvítá hjer um bil mitt á mílli Tjarnár og Jökulkvisl-
ar: Þó hún sje stærri, einkum lengri, en Tjarná, gætir henn-
3*