Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 12
ar of lítið tíl þess að »nes« nafnið geti verið miðað við hana,
Jeg leyfl mjer því að nefna allt svæðið t'yrir innan Jökulkvísl
einu nafni Hvítárnes. — Skal jeg geta þess um leið, að mjer
virðist uppdráttur íslands þurfa leiðrjettingar á því svæði.
/ Hvltdrned hafði jeg heyrt getið tveggja bæjarrústa, Sig-
urður bóndi Pálsson i Haukadal (nú á Laug) hafði tekið eftir
þeim og sagt mjer frá þeim. Áður voru engar sagnir um byggð
þar, og enginn veit um nöfn þessara tveggja bæja, svo mjer sje
kunnugt.
Önnur rústin er næstum suður við Jökulkvísl, suðvestan f
blásinni melöldu — því landið milli Jökulkvfslar og Svartár er
næstum því allt örblásið. — Vestur frá bæjarstæðinu eru leirur
sem auðgjáanlega er sandkafið mýrlendi hafa þar verið engjar
bæjarins. Þaðan hefir lækur runnið rjett fyrir neðan bæinn; nú
er þar þur rás sem leysingavatn rennur í. Þá er Sigurður kom
á þenna stað virtist hann vera ný uppblásinn og sást þar fyrir
undirstöðum veggja, svo að sjá mátti húsa skipun að nokkru
leyti. Þó var hún nokkuð aflöguð. Þar sá hann hverahrúðurs-
stein, er hann hugði fluttan þangað frá Geysi. Þar fann hann
ýmsa smáhluti úr málmi. Eu þá var forngripasafnið enn ekki
stofnað, og fóru þeir þvi forgörðum. Jeg fann bæjarstæði þetta
eptir tilvisan Sigurðar. En nú var þar lítið að sjá. Það erulíka
liðin meir en 30 ár síðan hann kom þar. Nú sást þar aðeins
steinadreif ofaná skán af ísaldarleiri, og þó var auðsjeð, að
mikið af grjótinu, sem í rústinni hafði verið, var komið ofan í
rásina, hafði dregist þangað með aurrennsli i leysingum og sumt
grafist þar í sand. Svo heflr verið um Geysissteininn hann sást
nú ekki. Jeg hefði naumast trúað því, að hjer hefði bæjarrúst verið,
ef jeg hefði ekki fundið þar dálftið heinarbrýni og nokkra hestskó-
nagla, sera allir voru með »dragstöppu« lagi (o: ólaðaðir mcð lítinn
haus) — og lítið eitt fleira af járnarusli. Þó lítið sje í fund þenna
varið, er hann merkilegur vegna staðarins; ætla jeg hann þvi
forngripasafninu1.
Hin rústin (sjá 3. mynd) er inn við Tjarná. Hún er óblás-
in — því milli Tjarnár og Svartár er að mestu óblásið, og er
þar mest lyngmóagróður. Rústin er á lágum hólbala, nokkuð
langt upp með ánni. Hún er allgögg; veggirnir nokkurn veginn
greinilega afmarkaðir og virðast eigi mjög mikið úr lagi gengn-
ir. Bærinn hefir snúið f suður. Forskáli er af dyrum fram og er
lítil tóít út úr honum að vestan verðu. Úr forskálanum er inn-
1) Er nú i safninu Nr. 4163—4.