Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 21
21
Svo segja munnmæli, að Vífilstóftir hafl verið þar, sem nú
heitir SnartarstaðasteJcJcur. En Snartarstaðir eru eyðihjáleiga
frá Staðarfelli og er stekkurinn kippkorn fyrir utan Ljótólfsstaði.
» Þórunnartóftir, sem Lndn. nefnir, halda menn að verið hafl þar,
sem nú heitir Hálsasel uppi á brúninni fyrir austan Staðarfell.
Þó eru engar sagnir um það. Arastaðir, sem Lndn. nefnir, er
talið víst að sje sá bær, sem nú heitir Harastaðir. — Borgargerði,
sem A. M. nefnir mun vera sama sem Borgugerði; það er austur
með sjónum, við veginn, fyrir austan Staðarfell. Það er allstór
girðing, forn, engin rúst sjest f henni nema stekkjartóft (?) frá
síðari öldum. En efsti hluti girðingarinnar er genginn úr lagi, og
er ekki að fortaka að þar kunni tóftir að hafa verið áður, þó
það sjáist nú ekki.
Barkarstaðagil heitir landamerkjagil milli Orrahóls og Galt-
ardalstungu. Þar var bær, sem hjet Barkarstaðir, og er sagt að
Börkur digri hafl búið þar, eftir að hann fór frá Helgafelli. Þar
sjest rúst; en ekki er hægt að lýsa henni, því stekkur frá Orra-
hóli hefir verið byggður ofaná hana. — Sagt er og, að Börkur
” hafi búið um hrið i ey þeirri fram undan Fellsströnd, sem heitir
Barkarnautur. Þar kvað sjást skálatóft. En síðast á Börkur að
hafa búið á Barkarstöðum norður frá Glerárskógum. Þar heitir
Barkarstaðagil; en eigi þykjast menn geta vísað þar á rústir
með vissu.
Upp frá »efri byggð« á Fellströnd gengur dalur mikill, sem
nú er vanalega nefndur Flekkudalur, en er þó sagt, að hann
heiti rjettu nafni Flókadalur. Hann er upp frá Staðarfelli og
liggur þar undir. Hann var áður byggður, en er nú í eyði, og
er sagt að hann hafi eyðst f svartadauða. Þar eru nefnd 5 býli:
Staðarbakki, Hólkot, HrisJilíð, Dyngja og TúngarðsJiólar. Stað-
arbakki hefir staðið inni í miðjum dalnum að norðanverðu, á
bakka ár þeirrar, er eftir dalnum rennur. Þar sjást allmiklar
rústir, og mótar fyrir túngarði á nokkuð löngum parti. Eigi er
hægt að gera sjer grein fyrir hinum ýmsu rústum sem þar eru
» til og frá um túnið, er sumar auðsjáanlega mjög fornar og varla
grafa dt Ljótdlfsstaðatóftirnar. En það reyndist eigi vinnandi verk. Hann
gróf þó út npphækkunina, og reyndist það ferhyrnd grjóttótt, 7 al. löng og
5 al. breið innan veggja. Dyr sáust ekki, enda vantaði hálfan austurvegg
og hálfan suðnrvegg, þar voru aðeins jarðföst björg en engin grjóthleðsla
ofaná. I tóftinni voru hlóð og nokkuð af viðarösku. Engin fundust merki
til jarðhúss.