Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 25
25
það flutt á milli og notað til veizluhalda og funda um allt hjer-
aðið. Það var auðheyrt á frásögn manna að Þórsnes þótti hafa
einhverja fornhelgi á sjer, en Freysnes var aldrei nefnt. Jeg
heyrði einnig munnmælasögu þá, er próf. Sigurður Gunnarsson
getur um, en nokkuð breytta, því mjer var sagt að Helgi Drop-
laugarson hefði kastað Þór og Frey í ána, er hann óð um í
goðahúsi Spak-Bessa fóstra síns, og fylgdi með að þetta stæði í
Fljótsdælu hinni meiri. Síðan hefði þá rekið upp á nesjunum og
þá hefðu þeim verið reist hof, hvorum á sínum stað. j
Mjer kom því til hugar að rannsaka þetta nákvæmar og
skal leyfa mjer að skýra i fám orðum frá rannsókninni.
Hjer um bil í miðju Þórsnesi er klettur lágur og litill og
hallar nesinu frá honutn á allar hliðar. Austanvert við klettinn
eru stórþýfðir móar, sem halla ofan að Fljótinu, má víst ó-
hætt fullyrða, að þar aldrei hafi tóptir verið nje neinar girðing-
ar. Vestanvert við klettinn er smáþýfðara og hallar þar ofan í
lækjarlænu, er kemur úr mýrarsundi þar fyrir ofan. Hjer sjest
greinileg girðing c. 2 teigsstærðir. Austurhlið girðingarinnar er
tvöföld og stórt bil á milli, og er innri garðurinn nýlegri, er
auðsjeð að girðingin hefur verið hlaðin upp nokkrum sinnum og
smáminnkuð, því víða eru horn tekin af til að stytta garðinn
og spára sjer vinnu. í miðri þessari girðingu eru gamlar tóptir
sem líka má sjá á að hafa verið hlaðnar upp hvað eptir annað,
því farinn er að myndast lióll; í þessari tópt er dálítiil stekkur
og væri liklegast að ímynda sjer, að þessi rúst væri gömul stekkja-
brot og girðingin nátthagagirðing.
í Freysnesi háttar svo til að utanvert við sjálfan tangann,
er gengur fram í fljótið, myndast vogur og upp frá honum brekka
upp á neshrygginn, sem er þar nokkuð hár. Utanvert við vog-
inn er hátt fell, eitt af þessum einkennilegu fellum norðan Fljóts,
er sveitin dregur nafn sitt af »Fellin«. Þetta fell er vanaleg-
ast kallað »Ekkjufellsklettur« því að norðan eða utanverðu eru
í þvf standklettar, en að sunnan eða framanverðu er það atlíð-
andi og gengur neshryggurinn í sveig kringum voginn smá-
hækkandi upp 1 fellið. Á þessum sem og öðrum hryggjum sem
ganga úr fellinu eru víða sljettar ísnúnar klappir og sianda sem
ávalar bungur berar upp úr jarðveginum. Á einni slíkri klapp-
arbungu á neshryggnum beint upp af vognum er stór tópt (eða
tóptir)1 vel greinileg, því á köflum standa undirstöðusteinarnir
alveg óhaggaðir (sjá VII. mynd). Að utanmáli er tópt þessi 96 fet
1) Þessa tópt þekkti bóndinn í Ekkjufelli og kallaði »GoSatættur«.