Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 27
27
en þar er aptur á raóti til stuðnings munnmælin, örnefnin og
búðatóptirnar, og svo hvað raest tóptin sjálf, tvískipt aðaltópt og
afhús áfast við raeð hringmynduðum gafii.
Veggirnir i afhúsinu eru þykkastir og þar er raoldarlagið
einna þykkast ofan á klöppinni, en í aðaltóptinni er það ör-
þunnt.1 Mætti jeg nokkurs til geta þætti mjer líklegast, að af-
húsið hafi verið reglulegt hús með torfþaki og þar hafi goðin
staðið á stöllum sem þúfurnar eru leifar af, en yfir framhofið
hafi verið tjaldað í hvert sinn, er það var notað, eins og yfir
búðirnar.
Að nöfnin Þórsnes og Freysnes sjeu framan úr heiðni er
víst áreiðanlegt, og sje trúnaður lagður á munnmælin, að þau
sjeu dregin af goðunum í goðahúsi Spak-Bessa, þá er auðsætt að
hofið í Freysnesi hefur verið reist fáum árum áður en kristni
var lögtekin, og er þá síður undarlegt þó þess sje ekki getið í
sögum. Hitt virðist undarlegra að þingsins skuli hvergi getið.
í Fljótsdælu hinni minni er nefnt »Lambaness« þing og kveðst
próf. Sig. Gunnarsson í Örnefnaskrá sinni ekki vita hvar það
geti verið, en getur þess til að það sje sama og Þinghöfða eða
Krakalækjarþing. Þetta verður mjög ólíklegt, ef hjer er nánar
að gætt, því meðaji á þinginu stóð voru þeir Grímur og fóst-
bræður hans að jarðhúsgreptrinum við Oddmarslæk fyrir austan
Fljót, sem er lítið eitt ofar en þingstaðurinn fyrir vestan Fljótið.
Mjer kemur þvi til hugar hvort vera kynni að Freysnes hefði
heitið Lambanes áður Freyr nam þar land og hofið var reist,
og hjer væri Lambanesþing fundið. Skal jeg svo engum fleiri
getum leiða um þetta að sinni.
Áður en jeg skilst við þetta mál, vil jeg lítið eitt lýsa Fre ys
nesinu og útsýninu þaðan, er jeg hygg vera eitt hið fegursta og
tignarlegasta hjer á landi. Freysnesið er fremur grösugt enda
liggur það mót suðri og hallar ofan að Fljótinu. Allt út undir
nesin heldur Fljótið hjer um bil fullri breidd, en þar fyrir utan
mjókkar það um fullan helming; sje staðið á Goðatóptum lítur
þvi svo út sem maður sje við miðjan Fljótsbotninn og það endi
hjer, enda skyggir fellið á allt fyrir utan. Fjöllin liggja um
—i/a mílu hvoru megin frá Fljótinu í sömu stefnu, en niður við
1) 28. júní 1896 athugaði jeg á nv goðatætturnar í Freysnesi og
mældi þykkt jarðlaganna í hofinu og afin'siuu. I hofinu er jarðlagið tæp
skóflustunga úr botni tóptarinnar mest leir, en í afhúsinu er það hálf þriðja
stunga og þar af 2 stungur gróðrarmold. Enga hleðslu gat jeg fundið í
þúfunum enda varla við því að húast því hjer er lítií> um lausagrjót og í
rústum þessum sá jeg hvergi grjót nema í undirstöðunni í hofveggjunnm.
4*