Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 28
28 Fljótið eru svartir klettar, gróðurlitlar hlíðar og skriður' i fellun- um norðan Fljóts, en hinir svonefndu Vellir sunnan Fljóts hafa aldrei sljettir verið, heldur eintómir ásar og mýrasund á milli, gróðurlitlir að sjá. Þetta er hið næsta; hjer hefur í fornöld ver- ið hið yndislegasta landslag er allt var viði vafið milli Fljóts og fjalls. Beint fram undan Lagarfljót eudilangt og hlasa báðir dal- irnir Fljótsdalur og Skriðdalur opnir við, gengur Fljótið inn í opið á nyrðri dalnum og hylur sýn allt undirlendi og c */* af hliðinni. I opi syðri dalsins liggur sljett nes, Vallanes, og renn- ur Grimsá í sveig eptir því og út í Fljótið. I miðjum hvorum dal risa upp háir múlar snarbrakkir og virðist Lagarfljót liggja fast að rótum norðurmúlans, en svo er þó ekki; kljúfa þessir múlar hvorn dalinn um sig í tvo smærri dali. En fram á milli E'ljótsdals og Skriðdals er hár háls er smálækkar eptir því sem utar dregur og sendir lágan arm alla leið út að Vallanesi. Er í öllu þessu hin mesta tilbreyting en þó töluverð »symmetri«, en það sem mest eykur fegurðina eru jöklarnir. Yfir nyrðri múlan- ura stendur há hvít keila með svörtum röndum »Snæfellið« en yfir hinn syðri gægist lágur hvítur skalli, það er »Þrándar- jökull« 16/u 95. Jón Jónsson læknir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.