Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 35
35 stakt tilefni til þess, að hann fór þá leið, er hann vo Þorgeir, eða að Mörður vissi, að Gunnar mundi þá leið fara. Til þess heflr þó eitthvert sjerstakt tilefni verið; t. a. m. að Gunnar hafl verið vanur að fara þá leið frá Móeiðarhvoli, sem þó er óliklegt vegna vegalengdar, og að minnsta kosti eigi annara vanavegur, þá farið er milli Móeiðarhvols og Hlíðarenda. En hvað sem það var, þá hefði söguritarinn eigi látið þess ógetið, ef hann hefði verið kunnugur og vitað, að lesendur mundu annars eigi skilja, hvernig á þessu hefir staðið. Sú skýring hefði átt að standa á eftir orðunum (í 71. k.): »ok kom þat ásamt, at þeir skyldi fara ofan til Rangár ok sitja þar fyrir honum«. Þá hefði þurft að bæta við: »Þeir vissu, at Gunnar mundi þá leið fara, því at o. s. frv.«. Hugsanlegt er að vísu, að sú skýring hafi af vangá fallið úr hjá afskrifara; en þá hlyti öll Njálu-handrit, sem til eru, að vera komin frá þeirri afskrift, og tel jeg það eigi líklegt. Svo virðist ifka, sem söguritarinn sje litt kunnugur á Bergþórshvoli, því hann segir (í 128. k.): »Dalr var f hválinum, ok riðu þeir þangat ok bundu þar hesta sfna«. En sá »dalr« er að eins dæld, sem alls ekki e:at rúmað alla hesta þpirra. Hið sannamun vera, að Flosi og fáeinir aðrir hafa riðið þangað og bundið hestana þar, en hinir hafa bundið sfna dálftið fjær, þar sem hvollinn þó bar af frá bænum, og hefir þetta runnið saman í huga sögurit- arans, — sem varla hefði orðið, ef hann hefði þekkt staðinn vel. Sumstaðar virðist hann þó kunnugri: Hann þekkir t. a. m. Akra- tungu og Geilastofna, og hann getur þess kunnuglega, að Gunn- ar hleypti »fram i nesit« frá Knafahólum. En þá var þar nes milli Rangár og Sandgilsár, sem nú er þornuð. (Farvegur henn- ar heitir enn »Sandgilja«). Mjer þykir trúlegt, að ritari Njálu hafi verið Skaftfellingur, og eigi komið í Rangárþing, nema þáer hanu átti leið þar um. Til þess bendir og það, er fyr getur, að vötnin, sem hann nefnir Fiskivötn, munu vera þau, sem Skaft- fellingar kalla svo, en Rangæingar kalla Veiðivötn. En um það skal jeg samt ekkert fullyrða. Hitt er aðalatrfðið, að þrátt fyr- ir ókunnugleik hans á ýmsum stöðum ber sagan ljósan vott um sannleiksást hans og samvizkusemi í frásögninni. Misfellurnar geta eigi raskað aðalefninu. Og svo er um aðrar Islendingasög- ur, að staðlegar skekkjur, sem f þeim kunna að finnast, eru sprottnar af ókunnugleik, en ekki öðru. Og ókunnugleikinn er mjög eðlilegur í svo strjálbyggðu landi og örðugu yfirferðar sem ísland er. Fjórði floTckurinn, þar sem tímatali skakkar, er óneitanlega verstur viðfangs. Þó bera slíkir staðir engan veginn vott um 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.