Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 37
37
orð til Bolla, er frá leið, og skilja þau bœði sem bendingu um,
að Guðrún hafi þá gengið með Bolla, og líka sem spá um, að
Bolli mundi verða höfuðsbani Helga, og að sú spá hafi ræzt. Og
þá gátu orðin ósjálfrátt færzt í þann búning, meðan sagan gekk
í munnmælum, sem gjörði þessa spá enn ljósari. Og frásögnin
um það, að Bolli ynni á Heiga, gat á sama hátt myndast í sög-
unni. Sje nú þeirri frásögn sleppt, sem þannig tilkominni, þá er
ekkert á móti þvi, að Guðrún hafi gengið með Bolla, er faðir
hans fjell, og má vera að nafnið bendi til þess, að svo hafl ver-
ið. En orð Helga þurftu ekki að eiga við hann fyrir það, frek-
ar en verkast vildi. Sje því þar á móti sleppt, að Guðrún hafl
þá gengið nieð hann, sje gengið út frá því, að hann hafi fæðst
um 1003, os sje cert ráð fyrir, að Helgi hafl verið veginn 1008
—1010, þá cr okki óhugsandi, að Bolli hafi verið í förinni, þó
hann væri þá barnungur: Dæmi eru til annars eins: Þorkcll
háfi hafði Knút konung þrjevetran með sjer til Englands, til að
helga honum sigurvinningar sinar, og Gregorius Dagsson bar
Inga konung Haraldsson í kilting sjer í bardaganum, til að eigna
honum sigurinn. Slíka rækt og virðing sýndu menn ungum höfð-
ingjum til forna. Nú er það einmitt líkt metnaði Guðrúnar að
hún hafl áskilið við Þorgils, að hann tæki hinn unga svein mcð
sjer í förina, þó honum væri það vandameira, og sæi svo til, að
honum gæti tileinkast hefndin, — því honum unni hún þess
frægðarorðs. Og Þorgils, sem bæði var stórhuga og ástfanginn,
var líklegur til að takast þetta á hendur. Og svo er það sjálfu
sjer samkvæmt, að Bolli hafi verið látinn ganga að Helga hálf-
dauðum og veita honum síðasta sárið. Það er ekki hægt að fá
fulla vissu um, hvað sannast er í þessu. En svo mikið má full-
yrða, að söguritarinn hefir ritað ef'tir því, sem honum var sagt
og hann trúði að satt væri. Það kastar engri rírð á hann, eða
aðra söguritara, þó í sögunum flnnist misfellur, sem gera óhægra
að finna tímatalið. Það er rniklu fremur ástæða til að undrast
það og dást að því, að slíkar misfellur eru ekki meiri en þa>r
eru, þar sem sögurnur gengu þó svo lengi í munnmælum, áður
en þær voru ritaðar. Svo rjettorðir hafa sögumenn verið.
Fimmti flokkurinn, þá er x/igurn ber eigi soman, mun oftast
eiga rót sína í því, að þeir, sem sögurnar kunnu, hafa eigi allir
sagt jafn ljóslega frá þeim. Má állta þetta sönnun fyrir þvi, að
atburðirnir, sem frá er sagt, hafl í raun og veru átt sjer stað og
þeirra verið víða getið, en eigi ávallt jafn-nákvæmlega, og hafi
þvi myndast um þá missagnir. En missagnir hafa oft komið svo
til, að ein s'agan sleppir þvi, sem önnur greinir, þó báðar sjeu á-