Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 38
38 reiðanlegar í sjálfu sjer. En þegar ákveða skal, hver sagan rjett- ast hermi, þar sem milli ber, þá liggur einna beinast við að fara eftir því, í hverri sögunni atburðurinn er nrítengdaMur aðalefninu og hefir mesta þýðingu fyrir það, með öðrum orðum: hver sag- an helzt getur kallast atburðinum viðlcomandi. Það má nfl. eiga víst, að ritari þeirrar sögu hafi safnað öllum sögnum um atburð- inn, sem hann srat náð i, og svo ritað eftir því, sem honura virt- ist fvllst og rjettast. En þar, sem atbnrðurinn kemur aðalefni sögunnar svo lítið við, að hún, svo að segja, stæði jafnrjett þó honum væri sleppt, þá var enginn hvöt fyrir söguritarann að leita annara sagna eða upplýsinga um atburðinn en þeirra, sem honum bárust sjálfkrafa, hvort sem þær voru nákvæmar eða ekki. Hann ritaði þá eins og honum var fyrst sagt, og hugsaði svo ekki um það atriði framar. Hann var upptekinn af aðalefni sögunnar, og hafði eigi tóm til að gefa sie: verulesra við hinu, sem minna hafði að þýða fyrir þrí sösu. í slikum tilfellum verð- ur því að taka mest mark á hinni viðtcomandi sögu, nema annað verði sannað af augljósum ástæðum. Hier um má taka til dæm- is frásögnina um utanför þeirra Hafifreðar off Kiartans osr dvöi þeirra erlendis. Þar ber oiíri sögum saman: Kristnisaga, Heims- kringla og Olafs saga Odds munks telja þá báða meðal þeirra Islendinga. sem komu til Noregs sama sumarið sem þeir Þang- brandur, Gissur og Hjalti. En Hallfreðar saga segir um Hall- freð. og Laxdæla um Kjartan. að þeir hafi þá fvrst, er þoir komu til Noregs, frjett höfðingjaskiftin og trúboð Olafs konungs. Hvað Hallfreðar sögu snertir er þetta óefað rjett: hann hafði áð- uð verið með Hákoni jarli; og er það ólfkt Hallfreði, að heim- sækja Olaf konung af fýsi sinni, ef hann hefði vitað hvar kom- ið var. Dvöl Hallfreðar erlendis er Hka svo viðburðarrfk, að tíminn er ekki oflangur þó Hallfreður kæmi til Olafs konungs 996. Það mun »krítíkin« lfka viðurkenna að þar hafi Kristni- saga, Heimskringla og Olafs saga Odds munks rangt fyrir sjer en Hallfreðar saga rjett. Hún er viðhomandi sagan, en hinar ekki, þvi skýrir hún gjör og rjettar frá þessu. Hvað Kjartan snertir, er Laxdæla hin viðkomandi saga, og er naumast ástæða til að neita henni um sama rjett sem Hallfreðar sögu: að vera tekin trúanlegri en hinar svo að segja óviðlcomandi sögur, sem nú voru nefndar. En samkvæmt Laxdælu hefir Kjartan dvalið 2 vetur i Noregi, og fleiri ár komast ekki að. Það hlýtur því að vera misgáningur, þegur Laxdæla segir, að hann hafi eigi frjett höfð- ingjaskiftin fyr en hann kom til Noregs. Meiningin er án efa sú, að hann vissi eigi fyr, en hann kom til Þrándheims, að 01-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.