Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 39
39 afur konungur var þar fyrir og flutti kristniboðið raeð svo mikl- ura ákafa. Þá lá svo nærri, að á þá leið gæti orðið blandað málum, að ekki má taka það sem sönnun fyrir því, að sagan sje ótrúverðug. Þvert á móti sýnir það, að hún er trúverðug i sjálfu sjer og enginn tilbúningur í henni. Því ef söguritarinn hefði leyft sjer að búa sjálfur til meira eða minna af söguatriðunum, þá hefði hann varað sig á þvi, að láta eigi tveggja ára dvöl Kjartans í Noregi byrja sama árið sem Olafur konungur kom til ríkis. Það er ólíku hættara við misgáningi, þá er annara sögn er rituð upp eftir minni, heldur en ef efnið er skorið og skapað í hendi sjer. Það er nú að sönnu svo, að Lnxdæla tekur það ekki fram með berum orðum, að Kjartan hati verið 2 vetur í Noregi; en viðburðaröðin sýnir, að lengur gat það ekki verið. Og meira að segja: sje för Kálfs til Englands sleppt, þá þarf ekki nema eitt ár til þess, að allt sem frá Kjartani er sagt í Noregi hafi getað farið fram. Má á þann hátt sætta Laxdælu við hinar áðurnefndu sögur. Skemmri tími cn 1 vetur hefði enda verið nægur til þess, að þau Kjartan og Ingibjörg yrði ást- fangin. Og það, að tilhæfa hafi verið í ástarævintiri þeirra, eða að milli þeirra hafi að minnsta kosti verið góður kunningskapur, má sjá af því, að hún gat honum moturinn. Og það atvik hafði svo miklar afleiðingar, að ekki er hægt að fella það burtu. Það kastar heldur engri rirð á Ingibjörgu, þó hún yrði hrifin af slík- um glæsimanni sem Kjartan var. Slíkt var einmítt eðlilegra fyr- ir það, að hún vissi af bónorði Röguvalds j trls, sem hún hafði aldrei sjeð og hugði víst eigi sjerlega gott til. Þar fyrir þarf eigi að gjöra ráð fyrir, að konungur hafi ætlað að gifta hana Kjartani: hann hefir víst eigi ætlað hana öðrum en Rögnvaldi. Konungur gat samt sem áður sagt við Kjartan, að honum mundi kostur þess ráðs i Noregi, að eigi mundi slíks kostur á Islandi. Það hefir konungur álitið auðfengið í Noregi, og alls eigi meint það til Ingibjargar, þó bæði Kjartan og aðrir hafi skilið svo. Orð konungs eru beinlínis svar upp á skilyrðið, sem Kristnisaga getur um að Kjartan hafi sett, er hann játaðist undir að taka kristni. Það er auðsjeð, að þar sem Kristnisaga segir frá þessu skilyrði, þá vill hún gefa bendingu um þann stórhuga hjá Kjart- ani, sem kemur fram í þvi, að hann lagði hug á konungssystur, enda þótt söguritarinn sleppi ástaræfintírinu, honum hefir þótt, sem -var, að það kæmist eigi vel að i sögu kristniboðsins. Það er ekkert óeðlilegt í þessu, ekkert sem gefur tilefni til að tor- tryggja söguna (Laxdælu) eða ritara hennar. Hún stendur ó- högguð fyrir því, þó Kjartan hafi að eins dvaiið einn vetur i

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.