Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 41
41
ið aðra, mjer færari, til þess að rita um þetta atriði í sögum
vorum, sem »krítík« vorra tíma hefir viljað vefengja, eða sem
vafi hefir vaknað um að einhverju leyti. Er mikilsvert að slíkt
sje leiðrjett af þeim, sem til þekkja og færir eru um að sýna
fram á, hvernig í þess konar málum liggur í raun og veru.
Br. J.
Athugasemd um Langavatnsdal.
Maður heitir Halldór Bjarnason, hann er nú sjötugur og
blindur og dvelur á Asbjarnarstöðum í Stafholtstungum. En
áður bjó hann lengi f Litlu-Gröf í sömu sveit. Hafði hann tekið
þar við búi eftir foreldra sina. Hjá þeim var, á síðustu búskap-
arárum þeirra, sveitarkerling, er Halldóra hjet Guðmundsdóttir,
fædd í Hlöðutúni 1766, mjög vel gáfuð, trúrækin,- fróð um fornar
sagnir, skáldmælt og skemmtileg í viðræðu. Hún hafði þó aldrei
gifzt, en verið vinnukona alla æfi, lengst hjá systur sinni og
manni hennar, er Gísli hjet Jónsson; hann bjó víða, þar á meðal
nokkur ár í Tandraseli. bá fór hún árlega til fjallagrasa á
Langavatnsdal, varð þar því kunnug og setti vel á sig sagnir
um þann dal. Síðasta ár æfi sinnar var hún hjá Halldóri, fyrsta
búskaparár hans, og dó þar 1843. Haildór er gáfaður vel og
hneigður fyrir fróðleik, og hafði yndi af að tala við kerlinguna
og fræðasi af henni. Hún sagði honum ýmislegt um Langavatns-
dal, sem hún hafði heyrt: Þar hefði verið 14 bæir, er þeir voru
flestir. En ekki kunni hún að nefna aðra en Borg, Vatnsenda,
Hafurstaði, Brennunes og Sópanda. Vatnsendi sagði hún hefði
verið vestanmegin i dalnum fyrir innan vatnið, undir fjallinu
milli gilja tveggja, er þar koma ofan. Hafurstaðir sagði hún að
hefði verið vestanmegin Hafradalsár við mynni þess dals. Brennu-
nes hafði hún ekkert heyrt um, hvar verið hefði, en Sópandi
hafði hún heyrt að verið hefði undir Þrúðufelli fyrir ofan dal-
botninn. Sjálfur kom Halldór oft 1 Langavatnsdal, og veitti eft-
irtekt, hvort rústir sæist þar sem kerling hafði tilnefnt. Þá er
hann kom þar fyrst 1840, (unglingur hjá foreldrum sínum) sá
hann þúfnabarð, þar sem kerling hafði visað á Hafurstaði. En
er hann kom þar síðar, hafði áin brotið af þessu þúfnabarði
xneir og meir, og 1887, er hann kom þar síðast, var það mjög
svo horfið. Annað þúfnabarð, sem hann hugði rúst, sá hann
innanvert við Rauðhól, sem er vestanmegin í dalnum, áfastur við
6