Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 45
45 Það styrkir og heldur þetta mál, eí taka má mark á þjóðsögu þeirri, sem um steininn heíir myndazt þar eystra og hér kemur eptir frásögn Jóns prófasts Jónssonar að Hofl, því að ekki er ó- hugsandi, að nafnið á konunni i sögunni sé endurminning um hið upphaflega og rétta nafn. Steinninn hefir svo lengi sem menn muna legið úti á túni þar að Hofi og ekki í kirkjugarði; má vera, að hann hafi brotnað í flutningi og aldrei verið á leiðið settur. Sagan um hann er á þessa leið: »Á öndverðri 16. öld gekk harðæri mikið yfir Austuriand, svo að við felli lá i Vopnafirði. Tóku menn það þá til ráðs að senda einhleypt fólk til silungs- veiða inn á heiðar og varð það að bjargast á þvi eða deyja ella. í óbygðum, sem liggja milli Vopnafjarðar og Þistilfjarðar, er dalur einn og í honum vatn allstórt; var þangað sendur flokkur manna til að bjarga lifi sinu. Vissu menn svo eigi, livernig flokki þessum reiddi af, fyr en komið var fram á vet- ur. Kom þá stúlka ein, sem Álfheiður hét, í ófærð og illvirðum ofan í Selárdal, norðasta dalinn í Vopnafjarðarhreppi, ogvarhún þá ein eptir lífs af hópnum. Var þá dalurinn, sem fólkið átti að dvelja i, kallaður Heljardalur og hefir hann það nafn enn. Stúlkan lifði af, mannaðist vel og varð siðan hin merkasta kona i sveitinni — jafnvel prestskona að Hofi — og eiSnaðist auð fjár i löndum og lausum aurum. Yfir hana er sagt, að steinn þessi hafi verið látinn, og hefir hann altaf verið kallaður Álfheiðar- steinn«. Kirbjustoðir frá Laufási. Stoðir þessar (nr. 395 í safninu) eru úr furu; þær eru 2, 8 m. að hæð og 0,31—033 m. að breidd og ávalar eða kúptar að framan. Upp eptir annarri stoðinni ganga mjög haglega skornar rósir i 6 bugum og er innan í hverjum bug, nema 2 hinum efstu, ferfætt dýr með stórum klóm og gapanda gini; eptir hálsinum endilöngum ganga rákir, er tákna eiga faxið; halinn er stór og langur og lagður eða kleppur á endanum. Rósirnar og dýrin á þessari stoð eru mjög lik verki þvf, sem er á Mælifellsstoðun- um f Þjóðmenjasafninu í Km.höfn (sjá Worsaae, Nordiske Old- sager i Det kgl. Museum i Kjöbenbavn, 1859, nr. 508) og alveg gerð í sama anda. Á hinni stoðinni er nokkuð frábrugðið verk, því að þar eru engin dýr; gengur einn leggur upp eptir allri stoðinni f miðju og út frá honum til beggja hliða og yfir um hann hríslast minni leggir og blöð; alt skurðverkið á þessari stoð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.