Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 46
46 er raiklu smágjörvára en á lnnni, en gerðin er hin sama; rós- irnar eru yfir höfuð í rómönskura stíl, en svo er úr hinum heiðna stíl bætt við dýramyndunum og þær fléttaðar inn í rósirnar og blöðin sumstaðar gerð í líking við drekasporða, svo sem þeir eru stundum, en þó hvergi nærri ávalt, myndaðir á fornu skurð- verki. Það er eigi algerlega víst, hvar í kirkjunni stoðir þessar hafa verið upphaflega og verður ef til vill aldrei sannað til fulls, því að það, sem nú er til, er að eins þunnar fjalir, framhliðin inn að því grópi, sem gert hefir verið fyrir þil og syllur, en báð- um stoðunum hefir verið flett að endiiöngu fyrir framan grópið, svo að eigi er unnt að sjá, hvar eða hvernig þær hafa staðið í grindinni. En með því að ekki vottar fyrir grópi nema f aðra brún á annari stoðinni, sem þó að öðru leyti hefir ekki verið gengið svo nærri, þá er næst að halda, að sú stoðin að minnsta kosti hafi staðið við kirkjudyrnar öðru megin, enda munu þær varla vera frá sömu dyrunum eða yfir höfuð eiga saman, því að skurð- verkið er svo ólíkt á þeim, enda þótt þær séu eflaust jafngamlar báðar. Þær hafa að líkindum, ef þær hafa ekki önnur eða báð- ar upphaflega verið stoðir inni í sjálfri kirkjunni, staðið næst sjálf- um dyrastöfunum, sem gerðir hafa verið í líking við súlur með boga í milli yfir dyrunum en dyrnar munu þó hvergi nærri hafa verið eins háar og stoðirnar, sem gengið hafa upp undir eða upp á þilbitann; á báðum stoðunum sjást að eins merki til klaufar eða stalls að ofan og neðan, þar sem þær hafa verið festar við bitann eða sylluna og aurstokkinn. Árið 1637 stóðu stoðir þessar beggja vegna við dyr há- kirkjunnar, en þar fram af var forkirkja og hafa þær þá verið innan húss; þessi kirkja var öll af timbri, en er hún var rifin 1744 og í staðinn reist torfkirkja, sem stóð til 1864, þá voru stoðirnar hafðar sem dyrastafir við útidyr kirkjunnar og eru þær því töluvert veðurbarðar utan, en að öðru leyti ófúnar (sbr. Skýrsla II. Kh. 1874, 16. bls.). Ovíst er, hvenær kirkja var fyrst ger í Laufási, en þó mun það varla hafa verið síðar en um 1100; hefir það að líkind- um verið sú kirkja, er brann þar 1167 (ísl. annálar; Biskupas. I, 417); tæpum 100 árum síðar, 1258, brann kirkja sú, er reist var þar eptir fyrri brunann (fsl. anuálar; Biskupas. I, 566), og er svo að sjá sem þá hafi litlu eða engu orðið bjargað af því, sem í henni var. Það er þvf vallt að ætla á, að stoðirnar séu úr elztu kirkjunni eða frá því um 1100 og hafi orðið forðað úr tveim brunum, enda þótt skurðurinn á þeim, að því er stílinn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.