Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 1
Rannsókn
í Mýra- Hnappadals- og Snæfellsnessýslum
sumarið 1896.
Eptir
Brynjólf Jónssoo.
I. Gufuskálar.
Svo segir í Landn. II. 24. »Ketili gufa . . . fekk öngvan bú-
stað á Nesjura, ok fór hann inn í Borgarfjörð, ok sat hinn þriðja
vetr at Gufuskálum við Gufá«. — Og svo segir i Eglu, kap. 77.:
»Síðan fór hann (Ketill gufa) inn í Borgarfjörð, ok sat þar hinn
þriðja vetr, er síðan er kallat at Gufuskálum, en áin Gufá, er þar
fellr i ofan, er hann hafði skip sitt í um vetrinn«. — Nú er örnefn-
ið Gufuslcálar ekki til,. og ekki hægt að segja, hve langt er síðan
það týndist. En sízt er að undra þó það hafi horfið, þvi xtaðurinn,
sem bar það nafn, er ekki framar til. Svo stendur nefnilega á, að
allstaðar inn með Borgarfirði norðanmegin brýtur sjórinn landið ár-
lega, þar sem ekki er fast berg fyrir. Svo hefir gengið frá ómuna-
tíð, því sunnanveður eru þar oft mjög sterk, er vindur stendur fyr-
ir Hafnarfjjall. Hefir sjórinn því smámsaman lagt þar undir sig
mikið víðlendi og myndað úr því leirgrynningar. En aftur á móti
breikkar landið af árburði sunnanmegin fjarðarins. Sjór fellur út
af leirgrynningunum um fjöru; en Hvítá fylgir norðurströndinni út
fjöruna og færist því stöðugt norður á við. Liggur nú straumsvið
hennar um það svæði, sem Gufuskálar hafa áður verið. Það erallt
afbrotið, svæðið sem þeir hafa verið á, nema lítill tangi, út af Öl-
valdsstaða-eingjum, sem heitir Lambatangi, og er hann þó umflot-
inn af sjó um flóð nú orðið. A honum er tóft, nokkuð fornleg, og
þykir vera mega, að hún sje eftir af búðatóftum á Gufuskálum, er
smámsaman hefir orðið að færa undan sjó. En búðir hafa þó verið
1