Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 6
6
tiloiðið nf þeim munnmælnm. Um sannleik í þeim er ekkert hægt
að segja. Þó er líkiegra, að Kvöldúlfshöfði væri nefndur í sögunni,
ef hann hetði borið það nafn þá er hún var rituð. Það er nú lik-
legra, að kistan hafi ekki borizt innfyrir víkina við Skallagrímsdal,
sem fyr er nefnd. Og hefði hún lent í þeirri vík, lá næst aðjarða
hana þar í dalnum, og þá lá líka beint við, að heygja Skallagrím
einnig í sama dalnum, hafa hann fyrir grafreit œttarinnar. Þetta
er falleg hugmynd og sennileg, þvi fremur sem þar í sunnanverð-
um dalnum er ávöl grjótbunga, eigi ólik útflöttum haug. í hana
ljet jeg því grafa; en nún reyndist náttúrlegur grjótbali, og ekki
mannaverk. Við það styrktist hjá mjer sú hugsun, — sem raunar
vakti fvrir mjer áður, — að meiri áherzly beri að leggja á þessi
orð.sögunnar (Landn.): »hann (Skallagrímur) reisti bæ hjd vik
þeirri er kista Kvöldúlfs kom á land«, heldur en á orðin: »þá höfðu
þeir skamrnt gengit« o. s. fi v., þvi orðið »xkammt« hefir mjög óákveðna
merkingu, en orðin: »hjd vík þeirri« eru beint ákveðin og geta ekki
átt við annað enn fíorgarvog. Þá hefir hann getað heitið »vík«, því
þá hefir allur innri hluti hans verið graslendi (flæðiengi), en sjórinn
síðan brotið það af þar eii>-r -og víðar. Uin það flæðiengi hefir Borg-
nrlækur runnið út í vikina, og verið skipgengur um flóð. Egla nefn-
ir hann sanit »vág«; og hún gefur i skyn, að kistan hafi eigi lent
inni í vognuin sjálfum, en að hann (Borgarvogur) hafi verið nœxtur
því er Kvöldúl/ur kom til landx. Þetta er nú óákveðið. Það getur
bæði, átt við Digranes, austan vogsins, og líka við ströndina fyrir
rextan hann. Mjer þykir þetta siðasta eigi ósennilegt; getur nex það,
er þeir jörðuðu Kvöldúlf á, verið eitthvert nafnlaust smánes þar. —
Yfir höfuð verður ekkert fullyrt um þetta, þar eð ekki hefir tekizt
að uppgötva r.ein merki, er bendi á legstað Kvöldúlfs á nokkrum
vissum stað.
V. Skallagrímshaugur.
Svo segir Egla: k. 58: «En um morgininn at fióði var lagðr
Skalhujrímr í skip ok róit með hann út til Digraness, lét Egill þar
gjöra haug á framanveiðu nesinu. Var þar i lagðr Skallagrimr ok
hestr hans ok vapn hans ok smiðatóU. Eins og frá er skýrt i Ar-
bók fornleifafjel. 1886, bls. 7, er haugur Skallagríms í lægð þeirri,
sem gengur um þvert Digranes framanvert og sem kallað er
Skallagrimxdalur. I minni gamalla manna var dalurinn þakinn
rennsljettu graslendi með svo þykkum jarðvegi, að ekki sá á haug-
inn, er var niður sokkinn, utan steina nokkra, er hlaðið hafði verið
saman á toppi hans. Nú er þar allur jarðvegur blásinn burt, svo