Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 10
10
Eldborgarhraun. En það hraun brann ekki fyr enn löngu seinna,
svo Skallagrimur gat ekki miðað við það. Mun hann því heldur
hafa miðað við Barnaborgarhraun, austan megin við Kaldá. Það
er og nærri fjallinu. Það kemur betur heim við Landnámu, að þar
hafi verið vesturtakmörkin á landnámi Skallagríms. A þessu vakti
Helgi verzlunarfulltrúi Jónssou í Borgarnesi eftirtekt mína.
IX. Hólmur.
Inni í miðjum dalnum Hítardal er einstakt fell, sem hvergi er
áfast fjöllunum beggja megin dalsins, enda er það ólikt öllum fjöll
um og ásum þar nálægt, og þó viðar sje leitað, að því, að það er
alvaxið grænu grasi, og má svo kalla, að hvergi sjdist eteinn í því.
Lítur svo út, sem þar inni í dalnum sje ekki eins rigningasamt og
viða annarstaðar. Annars mundu hjer meiri skriður fallnar. Fell
þetta er kallað Hólmurinn. Fyrir innan Hólminn er láglendi dals-
ins allt eitt stöðuvatn, Þar kvað vera silungur nægur. Bærinn
Hólmur. þar sem Björn Hitdælakappi bjó, hefir staðið vestan undir
norðvesturhorni fellsins. Þar eru sljettar grundir og lækur kemur
þar út úr dýi vestan i fjallshorninu, og rennur vestur um grundina
og svo í Hítará. Rústin er skammt suðaustur frá læknum, næst-
um því fast upp við fellið. Þó er gamall farvegur eftir lækinn bak
við rústina, suður og vestur fyrir hana, og kvíslast þar út um
grundina. Er að sjá sem vatninu hafi verið veitt á túnið. Rústin
er allmikill bali, um 18 faðma langur frá norðvestri til suðausturs.
Fyrir tóftum vottar, en þó eigi glöggt. (Læt jeg fylgja uppdrátt af
rústinni). Frá norðurhorninu liggur mjó en djúp laut i boga norður
og austur að lækjarfarinu. Það hafa verið traðir heim að bænum
eða djúpur götutroðningur. Þaðan liggur svo forn vegur inn með
fellinu að norðan, inn að vatninu Þaðan mun hann hafa legið
vestur að ánni og yfir hana á vaði, nálægt þvi er hún fellur úr
vatninu. Vestast á grundinni við ána eru seltóftir eigi allfáar, og
þarf ekki að taka það fram, að þær eru frá síðari tímum og standa
ekki í sambandi við baéjarrústina. Neðst í suðausturhorni fellsins
er dálitil sljett brekka, mjög fögur. Þar þótti mjer sem vottaði
fyrir garðlagi. Hygg jeg að þar hafi verið akur.
X. Hítardalur.
Nú er hinn forni höfuðbólsbragur horfinn frá Hitardal; lítur
helzt út fyrir, að liann leggist í eyði áður langt liður. Skógurinu