Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 14
14 öðrum steinum þar nærri. Uppi á Þingvallaborg ímyndn jeí? mjer helzt að verið hafi skemmtihúx. Þar er eigi hentugur staður fyrir fjárrjett eða neitt þess konar. En dómhring líkist tóftin alls ekki. XV. Bólstaðnr við Vaðilshðfða. Þar sem Ulfarsfellsá rennur út í Álftafjörð, hefir hön fyllt af árburði allstóra vík, sem verið hefir milli Úlfarsfells og Vaðils- höfða; hefir þar myndast landauki (aurland, »delta«), sem hefir gróið upp og verið orðið byggilegt þá er landið byggðist. Þar er flatlendi, dálítið bunguvaxið, eins og aurlönd oftast eru, og hallar því ofan að sjónum Uppgrónir farvegir eftir ána sjást þar hjer og hvar; en fle'stir munu þeir eldri en síðan landið byggðist Síð- an mun áin jafnaðarlega hafa runnið við annanhvorn jaðar aur- landsins. Nú rennur hún með austurjaðri þess út hjá Vaðilshöfða. Bærinn Bólstaður, þar sem Arnkell goði bjó, hefir staðið á þessu aurlandi. Rústirnar eru ofan til á miðri bungunni. Eru tvær þeirra auðsæastar, og þó eigi glöggar; önnur þeirra, sú er ofar er, lítúr út fyiir að vera bæjarrústin, en hin neðii gæti verið fjjóss og hlöðu rúst. Vottur sjest þar fleiri rústa. Eigi hreifði jeg við rúst um þessum. Var það hvorttveggji að þá var óveðratíð, enda verkamenn ofáanlegir um sláttinn, og á hinn bóginn áleit jeg eigi byrjandi á uppgrefti þar, nema bæði væri tími og ástæður til að gjöra það til hlitar og með nógri vandvirkni, þar eð hjer er uni áreiðanlega sögvaldarrúst að ræða. Hatigur Arnkels er niður við sjó, undan rústunum. Sjór brýtur hann nú árlega, svo að hann er varla meir en hálfur eftir. XVI. Hoftóft í Stóra-Langadal. Það má sjá af Lndn. II. 13 og 14 og Eyrb. k. 9 og 44, að Áslákur í Langaial hefir verið hötðiugi. Hann átti dóttur Þórðar Gellis, og þarf þá eigi fleira að telja. En svo kom hann oftar en eiiiu sinni fram með liðsstyrk og hafði áhrif á málaferli manna. Hann hefir því átt mannaforráð; verið goöorðsmaður, og því án efa haf't hof á bæ sínuin. Enda er hoftóft sýud í Langadal, þar fyrir ofan túnið. En því miður er hún nú mestöll lioifin undir skriðu, sem árlega rennur þar á, meira og minna. Það, sem enn sjest, er hálfhringmynduð girðing, nál. 6 fðm. í þvermál, og er það suður- endi byggingarinnar. Norðurendinn með goðastúkunni, er tindir skriðunni, og þetta, sem enn sjest, hverlur að líkindum bráðum. Það er auðsjeð á þessu broti, að hof þetta hefir engin smábygging

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.