Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 15
15
verið. Víðar hafa skriður f'allið kringum bæinn í Langadal; þær
hafa minnkað túnið að miklum mun. A hinn torna túngarð sjest
hjer og hvar, og má at honurn inarka stærð túnsins, er verið hefir.
Það hefir verið úkafiega stórt til forna. Suður í túninu er fornleg
girðing, alit að 200 □ fðm á stærð. Hún iieitir Hvanngarður.
Hefir hvönn án efa verið ræktuð þar til manneldi.s. Þetta, o. fl.,
sýnir, að hjer var stunduð matjurtarækt til forna.
XVII. Smiöjustcinn að Dunki.
Munnmæli segja, að Gauti landnámsrnaður á Gautastödurn (í
Hörðudalshreppi) hafi liaft smiðju sína að Dunki, og hafi sá bær
nafn af dynkjum þeim, er urðu er járnið var slegið. Líklegra þvk-
ir mjer þó, að bæjarnafnið sje leitt af keltnesku mannsnafni, t. a.
m. Duncan=Dungaðr, og liafi upphaflega heitið Dungaðarstaðir.
Eit hvað setn umþaðerþá er víst, að hjer hefir járnsmiður búið. Það
sýnir »smiðjusteinn« svo nefndur, þar í túninu. Ofan í hann miðj
an er ferhyrnd hola fyrir steðjafótinn, og er hún 31/* þuml. að dýpt
og 3 þ. í þvermál. Utundir brún á steininum er önuur hola, lítil
og aflöng, 2 þ. á dýpt, 1 */* þ- á lengd og 8/4 þ. á breidd; á hún að
hafa verið fyrir saumliöggið, og er það líklegt. Steinninn var að
mestu sokkinn í jörð, en var nú grafinn upp og stærð hans mæld
Er hann 2 al. langur, 1 */* al. bieiður og um D/a al. á liæð. Utan
með honum var alstaðar dálítið af viðarkolaösku, en engin gjall-
eða sindurstykki. Hjer hefir því ekki verið rauðablástur, heldur
smíðað úr tilbúnu járni. Engin tóft var utan um steininn, eða
neinstaðar þar nærri, og lítur svo út, senr úti hafi verið smíðað.
Virðist það fremur benda til fornaldar en síðari alda.
Yiðaukar.
I. Hoftóft o. fl. í Bersatungu.
í Árb. fornllj. 1882, 'ols. 67. getur S. V. um hoftóft í Bersa-
tungu. Þá tólt skoðaði jeg í sumar. Hún er á ávölum, fallegum
hól neðst í túninu austan til. Afhúsið er vestan við aðalhúsið og
engar dyr á milli; en dyrnar hvorar tveggja á norður hliðinni og
að eins veggurinn milli þeirra. Mjer mældist hún, eins og S. V.
17—18 al. löng og um 12 al. breið. Gjörði jeg uppdrátt af henni,
sem jeg læt hjer fylgja. Neðan undir hólnum stendur steinn upp