Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 16
16 úr jörðu og er hann kallaður »Blótnteinn«, Á þá hlið hans, sem að hofinu veit, stendur hvTöss hellubrún upp með honum, jafn há hon- um eða hærri. Þar er mýrlent fyrir neðan. Vestanvið hólinn er stór lág; en fyrir vestan hana gengur fram annar hóll, neðst í túninu vestan til. Framan í honum er brekka, og í henni girðing, sem frá ómunatíð hefir verið bannað að siá; því þetta var akur, sem í heiðni var helgaður goðunum og þar fyrir fylgdi honum sú forneskja, að eigi var óhætt að slá hann. Bóndinn sem nú býr i Bersatungu, Andrjes smiður Brynjúlfsson, sagðist vel þora að slá liann, en eigi vilja gjöra það, þar eð munnmælin um helgi akurs ins hjeldist fremur í minni ef hann væri látinn ósleginn. Betur að sá hugsunarháttur væri almennur! II. Hoftóft(?) á Ásbjarnarstööimi. Eins og S. V. getur um í Árb. fornl. fjel. 1884—85 bls. 133, er sýnd hoftóft á Ásbjarnarstöðum i Stafholtstungum. Sú tóft er norðaustur í túninu, rjett við heimreiðargötuna að bænum. Hún er nokkuð afiöng og liggur lengd hennar nærfelt frá norðvestri til suðausturs og er utn 7 faðma, en breiddin er um 5 faðma; veggir eru mældir með. Dyr eru á suðaustur hliðvegg nær norður-horn- inu; snúa þær að götunni. Engin afhústóft sjest þar. Við suðaust ur-endann er stórþýfi, — eins og víðar þar, — og eins hafði verið við norðvestur-endann; en þar er nú búið að sljetta og varð ekki vart við neina hleðslu. begar á allt þetta er litið, bæði afstöðu tóftarinnar írá bænum og frá götunni, stefnu tóftarinnar, og eink- um það að afhúsið vantar, þá sýnist mjer það efamál, að þetta sje hoftóft í raun og veru. Altur á móti er þar suður i túninu, and- spænis bænum og laugt frá götunni, önnur tóft, sem raunar er mjög óglögg, en stefnir þó norður og suður og virðist lnifa afhús, er snýr dyrum að bænum. Hefði mjer verið sagt, að þetta væri hoftóft, þá liefði mjer þótt það trúlegra. Og sízt er fyrir að synja, að áo/í>'-nafnið hafi einhverntíma á öldum færzt af hinni óglöggu rúst yfir á hína glöggu. En eius og nærri má geta fullyrði jeg ekki neitt um þetta. III. »Haugur(?)« í Hvamini. I Árb. fornl.fjel. 1895 bls. 21 er þess getið að byrjað hati verið á grepti i upphækkun þá i túninu I Hvammi sem ætlað hef- ^r verið að væri haugur Þórðar Gellis. Nú er þessum uppgrefti i

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.