Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 18
18 Fjall í Olfusi. Sunnan undir suðausturhorrii Ingólfsíjalls hefir fyrrum stað- ið bær og heitið fjall. Er þeirrar jarðar getið í Biskupasögum, 2. bindi, á 3 stöðum: Á bls. 298 er þess getið, að Erlingur Gídason hafi átt Fjall í Ölfusi, og að Þorsteinn »yngri«, son hans, hafi bú- ið þar og átt Halldóru Pálsdóttur, Eyjólfssonar frá Hjalla og As- disar Pálsdóttur systur Ögmundar biskups. Á bls. 661 segir, að Eydis Helgadóttir, móðursvstir Odds biskups, hafi verið í Fjalli 1604 og átt Jón Ásgrimsson er þar bjó fyrst, en varð eftir það bryti í Skálholti; en á bls. 675 segir um þenna sama Jón mann Eydisar: »Hann átti Hóla i Oxnadal og bjó þar fyrst. Eftir það varð hann bryti i Skálholti og síðan í margt ár ráðsmaður fyrir Fjalls búi«. Hefir Fjall þá verið orðið eign Skálholtsstaðar. Af' jarðabók Árna Magnússonar sjest, að jörðinni Fjalli hefir verið skift i 4 býli: Helli, Laugarbakka, Fossnes og Fjall sjálft. Af þessum býlum hefir F'oss- nes þó verið stærst, nfl. 10 hndr., en hvert hinna 62/3 hndr., því að öll jörðin tii samans var 30 hndr. Af þessu sjest, að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Tún- stæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð afgili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og liefir nafn af lítilli dalkvos, er Branddalur lieitir, sem þar er uppi ! gil- inu, en sjest ekki fvr en að er komið. Branddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er iíkleg- ast að nafnið sje dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin. Og að svo haíi verið þarf ekki að efa, því skriðubungan hefði aldrei fengið frið til að gróa upp, ef hlíðin og gilið hefði ekki áður verið orðið skógi vax- ið og viðarrætur varnað skriðum. Hefir þá verið fagurt á þessum stað. Enda segja munnmæli að Ingólfur hafi dvalið hjer veturinn sem hann var undir Ingólfstjalli. (Þó nefnir önnur sögn til þess »Holstaði«-, það er grjótmelur vestan undir fjallinu, skammt frá Hvammi). Með byggingu landsins hófst eyðing skóganna, og með tímanum hefir mönnum tekizt að gjöreyða þeim víðast hvar, og einnig í hlíðinni fyrir ofan Fjall. En þá, þegar gilið var orðið skóglaust, hefir skriðurennslið úr þvf magnast að nýju. Það hefir spillt túninu og eyðilagt bæinn. Og enn heldur það áfram að hækka buuguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. Er of lítið gjört úr þeim I niunmnælasögunni: »Sœngurkonusteinn« i »Huld< (1. hefti bls. 52.),

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.