Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 21
21
hrúgu, líklega úr afli. Þar hafði og verið holahola; það eru 4 hell-
ur reistar svo upp, að af því verður ferhyrnd liola. Standa 3 hell-
urnar, en hin 4. lá fallin; þar í var litið eitt af kolum. — Samskon-
ar ferhyrnda geymsluholu úr hellum fann Þorsteinn Erlingsson, er
hann gróf út Lambhöfða-rústina sumarið 1895.
Það kom i ljós, er Þ. E. gróf út rústirnar á Sámsstöðum og
Ásldkstungu innri, að þar sem jeg hafði ætlað vera dyr vestantil á suður-
hliðveggjunum, voru að eins skörð, en engar dyr. En austantil á
þeim sömu hliðveggjum virtust dyrnar hafa verið þar sem jeghafði
talið eystri dyrnar. Það sjest af þessu, að bæirnir hafa ekki ávallt
verið tvídyraðir, þó hvert húsið gengi af enda annars.
Þess skal getið, að í Lambhöfða rústinni fann Þ. E. grátt
efni, er leit út fyrir að vera leifar af skyri. Nægir að drepa á það
hjer; sjálfur mun hann á sinum tíma skýra frá rannsóknum sínum
bæði í Þjórsárdal og annarsstaðar.
Þar eð jeg hefi minnst á Þorstein Erlingsson, og þar eð jeg
var með honum við rannsóknirnar í Þjórsárdalnum, finn jeg mjer
skylt að taka það fram, að hann var mjög vandvirkur í rannsókn-
um sínum; mæling hans á rústunum var nákvæmari en jeg hafði
getað mælt þær, en þó skakkaði þar mjög litlu. Er jeg lionuni
þakklátur fyrir not þau, er jeg liafði af rannsóknum hans, infnum
rannsóknum til stuðnings. Br. J.